Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 16. mars 2008 Prenta

Um Snjómokstur

Frá snjómokstri.
Frá snjómokstri.
Frétt af www.strandir.is

Ályktun um snjómokstur

Góðan daginn.
Á fundi starfshóps um endurskoðun samgönguáætlunar Fjórðungssambands Vestfirðinga þann 10. mars s.l. var eftirfarandi ályktun samþykkt:

Starfshópur um endurskoðun samgönguáætlunar Fjórðungssambands Vestfirðinga óskar eftir því að nú þegar verði hafist handa við snjómokstur um Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar og norður í Árneshrepp, að því gefnu að öryggi snjómokstursmanna verði tryggt.

Með hækkandi sól, verður áberandi hversu óeðlilegt það er að vegfarendur sem leið eiga milli suður- og norðursvæðis Vestfjarða þurfi í dag að aka um 1200 kílómetra, fram og til baka, til að geta sótt og sinnt þjónustu milli þessara svæða. Svipað á við um Árneshrepp, en íbúar hreppsins geta ekki nýtt sér landsamgöngur stóran hluta ársins.

Starfshópurinn vill benda á að Vestfirðir eru á margvíslegan hátt ein stjórnsýslueining af stjórnvalda hálfu og hefur sameiginlegum málaflokkum fjórðungsins verið að fjölga. Einnig má nefna að opinberar þjónustu- og rannsóknarstofnanir þurfa að senda starfsmenn á milli svæða reglulega árið um kring auk þess sem fyrirtæki eru að reyna að bjóða þjónustu á báðum svæðum. Það er því ekki óeðlilegt að óskað sé eftir að reglubundinn snjómokstur sé tryggður eins og kostur er, sem og nauðsynlegt fjármagn. Að öðrum kosti eru stjórnvöld komin í mótsögn við eigin stefnu og framtíðarsýn fyrir svæðið.
Nánari upplýsingar gefur Aðalsteinn Óskarsson,framkvæmdastjóri í síma 4503001.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Húsið fellt.
  • Fyrsti flotinn verður skilin eftir út á rúmsjó meðan að verða sóttar fleyri ferðir í fjöruna.
  • Við Árnesstapa 15-03-2005.
  • Ís í Trékyllisvík Árnesfjall og sést til Mela.
  • Úlfar og Gulli fara á slöngubátnum út í Agnesi að ná í dráttartóg.
Vefumsjón