Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 4. maí 2010 Prenta

Umferðaróhappið í Kaldbaksvík og myndir frá SG Verkstæði.

S.G dráttarbílar mættir í Kaldbaksvíkurkleyf.Mynd S.G.Verkstæði.
S.G dráttarbílar mættir í Kaldbaksvíkurkleyf.Mynd S.G.Verkstæði.
1 af 2
S.G.Verkstæði á Borðeyri þjónustar vegfarendur í Strandasýslu,Húnavatnssýslum og víðar þegar bílar bila og verða stopp.
Einnig lögregluna á þessum svæðum þegar umferðaóhöpp verða,fjarlægja tjóna bíla og hreinsa vettvang.
S.G.Verkstæði er í samvinnu við félag íslenskra bifreiðaeigenda um þjónustu og sambærileg félög í Evrópu um flutning á bílum og mótorhjólum á verkstæði.
Fluttir hafa verið bílar á Norrænu og í skip í Reykjavík þegar þeir hafa bilað illa eða orðið ónýtir eftir umferðaóhöpp.
Dráttarbílaþjónusta hefur verið óslitið á Borðeyri í rúm tuttugu ár

Hér kemur yfirlitið frá SG Verkstæði vegna umferðaróhappsins í Kaldbaksvíkurkleyf á sumardaginn fyrsta 22 apríl síðastliðin:
"Um hálf átta leitið í gærkvöldi, sumardaginn fyrsta, kom útkall frá lögreglunni á Hólmavík. Bíll með kerru aftan í hafði farið útaf í Kaldbaksvíkinni og sagði lögreglan aðstæður vera vægast sagt skuggalegar. Ökumaðurinn bílsins náði ekki að komast upp bratta brekku í þröngum sneiðing sem þarna er undir björgunum, bíllinn varð sem sagt stopp í hálkunni og fór þegar í stað að renna afturábak og stjórnlaust hafnaði bíllinn, kerran og fólkið sem í bílnum var útaf veginum og niður nánast þverhnípta og grýtta brekkuna ofan í fjöru. Það varð ökumanni og farþega til happs að bíllinn hélt hjólunum niður og sluppu þau með skrekkinn. Aðstæður til björgunar voru erfiðar, því miður voru keðjurnar á kranabílinn heima, en þær hafa ekki verið teknar til brúks þennan veturinn þar sem varla er hægt að segja að vetur hafi komið þennan veturinn helst kannski á austfjörðum og Þröskuldum. Mikil hálka var þarna í brekkunni og þurfti að skorða kranabílinn vel af áður en verkið hófst. Vel gekk að spila bæði bíl og kerru upp á veginn og var bíllinn ökuhæfur aðeins eitt dekk ónýtt auk smá pústra, en beislið brotnaði á kerrunni. Ökumaður bílsins gat haldið sína leið á bílnum en kerran var dreginn að Hólmavík á kranabílnum og lauk túrnum um kl tvö í nótt".
Hér má sjá allar myndir sem Sveinn Karlsson hjá SG Verkstæði á Borðeyri hefur leyft vefnum Litlahjalla að birta.
Innskot fréttamanns Litlahjalla:Hér og enn sannast að þar sem Guðmundur hinn Góði Biskup ,hefur vígt erfiða ferðavegi landsmanna á Vestfjörðum verða ekki alvarleg slys á fólki,hvernig sem þau verða,Guðmundur hinn Góði blessaði og vígði margar ófærurnar á Ströndum og víðar á Vestfjörðum!

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Herðubreið í ísnum á Norðurfirði.
  • Litla-Ávík um miðja síðustu öld.Heyskapur í Stóru-Ávík á Naustavellinum við Ávíkurá.
  • Hafís við Litlu-Ávík 14-03-2005.
  • Smiðir  vinna að undirbúngi á þaki 11-11-08.
Vefumsjón