Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. september 2011 Prenta

Urðartindur með framkvæmdir.

Búið að saga úr fyrir hurðum og gluggum.
Búið að saga úr fyrir hurðum og gluggum.
1 af 3
Arinbjörn Bernharðsson smiður og jarðeigandi sem rekur og er eigandi ferðaþjónustunnar Urðartinds á Norðurfirði heldur áfram framkvæmdum.Nú er hann búin að láta saga úr veggjum á hlöðu fyrir hurðum og gluggum þar sem verða útbúin  fjögur mótelherbergi og hvert herbergi með sér snyrtiaðstöðu,sem ætlunin að séu tilbúin í júní næsta sumar.Á jarðhæð á sama húsi var útbúið í fyrra aðstaða fyrir tjald og hjólhýsagesti,með snyrtingum,þar eru einnig borð og stólar með aðstöðu fyrir 80 manns í sæti.Mjög gott og mikið tjaldstæði er þar fyrir utan.Rafmagn er í öllum húsum Urðartindar.

Í fyrra byggði Urðartindur tvö smáhýsi sem hafa verið full bókuð og meira enn það í sumar,einnig hefur tjald og útiaðstaðan verið vinsæl í sumar.Fjögur ættarmót voru haldin þar sem útiaðstaðan og inniaðstaðan var notuð fyrir veisluföng.Að sögn Arinbjörns er hann mjög ánægur með aðsóknina í sumar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Þá er síðasti flotinn fundinn út af Nestanganum.
  • Ís í Ávíkinni og sést til hafs.
  • Kristján Guðmundsson á jarðýtu 07-04-2009.
  • Hilmar og Gulli píparar.08-11-08.
  • Jón Guðbjörn Guðjónsson 60. ára
Vefumsjón