Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 16. janúar 2015 Prenta

Úrkoman var 836,7 mm árið 2014.

Úrkomumælir á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Úrkoman á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist 836,7 mm á liðnu ári 2014. Úrkoman hefur aldrei náð því að fara yfir þúsund millimetra á einu ári nema árið 2011,þá var úrkoman 1153,8 mm,sem var úrkomumet. Næst þessu meti kom árið 2009 með 994,6 mm,og árið 2006 með 993,2 mm. Enn minnsta úrkoma á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var árið 2010 með 633 mm. Og var það í eina skiptið sem úrkoma er undir sjö hundruð millimetrum á ársgrundvelli. Þrívegis fór úrkoman 2014 yfir hundrað mm í einum mánuði og það var í júlí (124,6 mm) í október (134,2 mm) og í desember (117,2 mm). Og minnsta úrkoma á árinu 2014 var í maí (24,9 mm). Úrkoman var því 128,7 mm meiri en árið 2013.

Hér fara á eftir tölur yfir mælingar á úrkomu frá 12 ágúst 1995,en þá hófust mælingar í Litlu-Ávík,og nú til ársins 2014: 1995: (358,3 mm) frá ágúst til desember. 1996: (778,0 mm). 1997: (914,9 mm). 1998: (892,9 mm). 1999: (882,0 mm). 2000: (743,8 mm). 2001: (722,6 mm): 2002: (827.4 mm). 2003: (883,0 mm). 2004: (873,9 mm).2005: (763,3 mm). 2006: (993,2 mm). 2007: (972,0 mm). 2008: (864,1 mm). 2009: (994,6 mm). 2010: (633,5 mm). 2011: (1153,8 mm). 2012: (789,1 mm). 2013: (708,0 mm). 2014: 836,7 mm.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Stór borgarísjaki ca 8 km A af Gjögurflugvelli 19-09-2004.
  • Íshrafl í Ávíkinni 28-12-2001.
  • Gunnarshús á Eyri-24-07-2004.
Vefumsjón