Selma Margrét Sverrisdóttir | miðvikudagurinn 19. febrúar 2014 Prenta

Varað við lágum háspennulínum

Viðgerðir á Trékyllisheiði - Mynd: OV.
Viðgerðir á Trékyllisheiði - Mynd: OV.

Orkubú Vestfjarða vill vara við lágum háspennulínum en víða er mikill snjór til fjalla og því ætti fólk að sýna sérstaka aðgát á ferðum sínum utan alfaraleiða. Háspennulínur eru oft ekki auðséðar og skyggni getur verið slæmt. Í miklu fannfergi minnkar bilið frá jörðu að línu en þá er einnig hætta á línurnar sigi vegna ísingar. Í verstu aðstæðum geta leiðarar legið alveg niður í snjó, við þær aðstæður skapast hættuástand og er mjög nauðsynlegt að gæta ýtrustu varúðar. Því er fólk á jeppum, vélsleðum og öðru farartækjum beðið að fara sérstaklega varlega. Gott getur verið að athuga hvar háspennulínur liggja á svæðinu áður en lagt er af stað. Verði fólk vart við að háspennulína liggi mjög nærri yfirborði jarðar eða eitthvað sé athugavert við hana er það beðið um að tilkynna það strax til Orkubús Vestfjarða eða Landsnets.
Frá þessu segir á vef Orkubús Vestfjarða
selma@litlihjalli.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Naustvík-16-08-2006.
  • Langt komið að steypa plötu.01-10-08.
  • Njáll Gunnarsson og Gunnsteinn Gíslason.
  • Suðri í miklum ís á austurleið.
Vefumsjón