Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 12. október 2021 Prenta

Varðskipið Þór sækir hvalshræin í Árneshrepp.

Bátar koma frá varðskipinu Þór.
Bátar koma frá varðskipinu Þór.
1 af 6

Varðskipið Þór kom á tíunda tímanum í morgun i Trékyllisvík og lagði rétt fyrir utan Melavíkina til að fresta þess að draga hvalahræin út, sem ráku að landi aðfaranótt laugardagsins 2 október síðastliðin. Menn á varðskipinu eru með tvo báta til að draga hvalina út, enn hvalirnir eru þungir í sandinum og grjótinu og bátarnir verða að kippa í þá nokkrum sinnum þar til þeir komast á flot. Síðan var farið að nota traktor til að koma dýrunum í flæðarmálið og þá gekk allt betur. Síðan eru hræin dregin út í Þór og hífðir þar um borð á dekkið.

Heimamenn og margir aðrir eru varðskipsmönnum til hjálpar. Það þarf að taka hvalhræ líka annars, eins og við Árnes og Finnbogastaði og einn er við Ávíkurá.

Þór mun síðan sigla með hvalina út fyrir sjávarfallsstrauma þegar allt er komið um borð. Það er svona rétt svo að þessi vinna klárist fyrir myrkur í kvöld.

Gott var í sjóinn eins og sést á myndunum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Guðbrandur við smíðar.04-04-2009.
  • Kristmundur og Kristján horfa glaðbeittir í myndavélina.12-12-2008.
  • Samúel tekur lagið við undirleik Hilmars.
  • Óskar III ST 40-Gunnsteinn Gíslason.
Vefumsjón