Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 26. október 2012 Prenta

Vatnsfjörður í Ísafirði.Ný bók.

Þættir úr sögu höfuðbóls og kirkjustaðar.Guðrún Ása Grímsdóttir tók saman.
Þættir úr sögu höfuðbóls og kirkjustaðar.Guðrún Ása Grímsdóttir tók saman.

Þættir úr sögu höfuðbóls og kirkjustaðar Guðrún Ása Grímsdóttir tók saman.
Í þessu undirstöðuriti, sem ætti að vera ofarlega á lista hjá öllu áhugafólki um sögu Íslands, er fjallað um einn þekktasta sögustað frá upphafi byggðar í landinu og allt fram á okkar daga. Þess er gætt að almenningur geti haft af henni full not ásamt fræðimönnum,en höfundur tekur mið af nýjustu fornleifarannsóknum á staðnum og öllum tiltækum rituðum heimildum, bæði prentuðum og óprentuðum. Saga Vatnsfjarðar er saga Íslands í smækkaðri mynd. Þar hafa búið margir af merkustu Íslendingum fyrr og síðar og staðurinn skipar mikilvægan sess í Íslandssögunni. Síra Baldur Vilhelmsson er síðasti ábúandi og prestur sem við sögu kemur í Vatnsfjarðarbók og situr hann staðinn enn friðstóli ásamt eiginkonu sinni Ólafíu Salvarsdóttur. Í ritnefnd verksins eru þeir prófessorarnir Torfi H. Tuliníus,sem er ritstjóri og Már Jónsson ásamt síra Baldri sem átti frumkvæði að verkinu. Vestfirska forlagið á Þingeyri gefur út bókina og er hún komin í bókaveslanir um land allt og í netverslun www.vestfirska.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Trékyllisvík 10-03-2008.
  • Sigursteinn lagar spýtur til.Allt verður dregið upp með traktor seinna.
  • Og Hilmar á fullu,,,
  • Lítill ísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu.17-01-2010.
Vefumsjón