Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. janúar 2017 Prenta

Veðrið 2016 komið inn.

Nú er vefritari búin að setja allt yfirlit um veður inn á Yfirlit yfir veðrið sem vantaði meðan vefsíðan var í fríi, það er frá desember 2015 og til desember 2016. Meðalhiti er komin inn á alla mánuði nema desember síðastliðin, honum verður bætt inn þegar búið er að reikna hann út. Yfirlit yfir veðrið er þarna ofarlega til vinstri fyrir neðan fréttir. Einnig minni ég á Veðurspá sem er þarna vinstra megin ofarlega. Þarna fyrst eru sjálfvirkar stöðvar fyrir spásvæðið Strandir og Norðurland vestra. Muna eftir að smella síðan á fleiri veðurspár og svo á fleiri veðurathuganir, þar getið þið einnig skrifað inn nafn stöðvar og smella á, sem þið viljið skoða. Eitthvað fleira er eftir að bæta við og endurbæta eftir þetta árshlé, það hefur bara sinn tíma. Feisbóksíðan er þessi. Þeir sem vilja koma fréttum eða ábendingu um frétt og fleira að senda á netfangið jonvedur@simnet.is sem sést neðst á síðunni.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Söngur.
  • Hrafn -og systkinin Guðbjörg og Guðmundur.22-08-08.
  • Naustvík 17-08-2008.
Vefumsjón