Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. september 2013 Prenta

Veðrið í Ágúst 2013.

Séð til Norðurfjarðar-Drangajökull í baksýn.01-08-2013.
Séð til Norðurfjarðar-Drangajökull í baksýn.01-08-2013.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mest voru norðlægar vindáttir frá byrjun mánaðar og fram til 11., með vætu af og til. Frá 12., voru suðlægar vindáttir til 15.,mánaðar. Þann 16.,fór aftur í Norðan eð Norðvestan,með súld eða rigningu,aðfaranótt 20.,festi snjó í fjöll. Þann 20.,snerist vindur í Sunnan eða suðlægar áttir,fram til 23. Eftir það voru snúningar í honum,suðlægur eða norðlægur. Tvo síðustu daga mánaðar var vestlæg vindátt,fjöll urðu flekkótt að kvöldi 30.,en mun minna en þann 20. Mánuðurinn var kaldari en ágústmánuður í fyrra 2012.


Yfirlit dagar eða vikur:

1-2:Norðlæg eða breytileg vindátt,andvari,kul eða gola,þurrt í veðri,hiti 3 til 13 stig.

3-6:Norðan eða norðvestan,stinningsgola,kaldi,rigning,súld en þurrt þann 5.,hiti 4 til 9 stig.

7:Suðaustan eða austan,kul, gola,stinningsgola,rigningarvottur,hiti 4 til 14 stig.

8-11:Norðan og norðvestan,kul,gola,stinningsgola,rigning eða súld,þurrt þann 8.,hiti 6 til 10 stig.

12-15:Suðvestan eða S kul,gola,stinningsgola eða kaldi,þurrt þann 12,annars lítilsáttar rigning eða skúrir,hiti 4 til 16 stig.

16-20:Norðan og norðvestan,gola,stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,súld eða rigning,hiti 3 til 10 stig.

21-22:Sunnan gola,kaldi,stinningskaldi,rigning,hiti 5 til 14 stig.

23:Norðan kul eða gola,rigning,hiti 8 til 10 stig.

24:Suðvestan andvari í fyrstu síðan gola og kaldi,rigning,hiti 8 til 15 stig.

25:Norðvestan gola eða stinningsgola,súld,hiti 6 til 12 stig.

26:Suðaustan andvari,gola,stinningsgola,skúrir,rigning,hiti 5 til 13 stig.

27-29:Suðvestan og sunnan,en NNA frá miðjum degi þ.,29,stinningsgola eða kaldi,skúrir,rigning,þurrt þ.28.,hiti frá 13 og niður í 4 stig.

30-31:Vestan og síðan N,gola,stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,rigning,hiti 4 til 9 stig.

 

Mæligögn:

Úrkoman mældist 73,1 mm.  (í ágúst 2012: 30,2 mm.)

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 12: +16,0 stig.

Minnstur hiti mældist þann 1: +2,5 stig.

Meðalhiti við jörð var +5,66 stig. (í ágúst 2012: +7,27 stig.)

Sjóveður: Oftast mjög gott eða sæmilegt,en frekar slæmt dagana 5-6-16-19-20 og 31.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Úr svefnherbergisálmu.02-02-2009.
  • Litla-Ávík 31-10-2007.
  • Unnið í minni sperrum og rétt af.06-11-08.
  • SV hlið eldhúsmegin,SV hlið lokið.18-12-2008.
  • Grafið fyrir kapli,Orkubúsmenn leggja kapal og tengja ljóastaur.13-11-08.
Vefumsjón