Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. maí 2013 Prenta

Veðrið í Apríl 2013.

Mjög dimm él voru síðasta dag apríl mánaðar.
Mjög dimm él voru síðasta dag apríl mánaðar.
1 af 2
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hægviðri og sæmilegum hita fyrstu fjóra dagana,en þá fór að kólna með samt sæmilegasta veðri og nánast úrkomulausu veðri. Þann níunda gekk í Norðan og NA með snjókomu og éljum og gerði þá talsvert frost fram á 13.mánaðar,en þá fór að draga úr frosti all nokkuð,norðlægar áttir voru fram til 18,en síðan voru suðlægar vindáttir fram til 20,með hitastigi kringum 0 stigin. Eftir það gekk í hafáttir aftur með snjókomu eða slyddu fram til 25. Þá gerði suðlægar vindáttir í tvo daga. Þann 28 gekk í Norðanátt með éljum og talsverðu frosti á nóttinni en minna frosti yfir daginn,og endaði mánuðurinn með norðanátt og éljum.

Mánuðurinn var mjög kaldur í heild og mun kaldari en apríl 2012.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1-4: Suðlægar eða breytilegar vindáttir,andvar,kul eða gola,þurrt,1. og 2. annars lítilsáttar rigning,hiti +2 til +8,5 stig.

5-6: Norðaustan,stinningsgola eða kaldi,þurrt þann 5. En úrkomu varð vart þ.6. hiti frá +1 stigi niðri -3 stig.

7-8: Suðlægar vindáttir,gola og síðan kul,þurrt þ.7. úrkomuvottur þ.8,hiti frá -6 stigum uppi +3,5 stig.

9-16: Norðan og NA ,gola í fyrstu síðan allhvass en hvassviðri þ.14. annars yfirleitt kaldi eða stinningskaldi,snjókoma,en mest él,hiti frá + 2 stigum niðri -7 stig.

17-18: Norðan og NV,kaldi síðan stinningsgola eða gola,él,hiti frá -3 stigum upp í +0,5 stig.

19: Suðaustan eða A,stinningsgola eða kaldi,talsverð snjókoma og slydda um kvöldið,hiti 1 til 4 stig.

20: Suðvestan hvassviðri um tíma síðan gola eða kul,él,hiti +5 stig niðri +2 stig.

21: Norðan síðan NA gola eða stinningsgola,lítilsáttar slydda,hiti frá -2 stigum uppi +2 stig.

22-25: Norðaustan eða N, slydda,snjókoma eða él,hiti frá +3 stigum niðri -3 stig.

26-27:Suðvestan en norðlægari um kvöldið þ. 27.,hiti frá -8 stigum uppi +5,5 stig.

28-29:Norðan,allhvass eða hvassviðri þ. 28.,síðan stinningsgola eða gola,slydda og síðan él,hiti frá +2 stigum niðri -2 stig.

30:Breytileg vindátt í fyrstu með kuli,síðan NV eða N,með stinningsgolu,mjög dimm og mikil él,frost -1 stig til -7 stig.

 

Mæligögn:

Úrkoman mældist 48,2 mm. (í apríl 2012: 41,8 mm.)

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist dagana 1. og 2.: +8,5 stig.

Mest frost mældist þann 26.: -7,5 stig.

Meðalhiti við jörð var -2,43 stig. (í apríl 2012: -0,27 stig.)

Alhvít jörð var í 14 daga.

Flekkótt jörð var í 16 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældis 16 cm þann 18.

Sjóveður: Mjög rysjótt og fáir góðir dagar í mánuðinum.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Árnesey-06-08-2008.
  • Helga veislustjóri og barnabarn Maddýar tekur lagið við undirleik Hilmars.
  • Kjörvogur 19-08-2004.
  • Axelshús Gjögri-05-07-2004.
Vefumsjón