Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. maí 2014 Prenta

Veðrið í Apríl 2014.

Talsverður snjór er enn í fjöllum.Örkin 634m.
Talsverður snjór er enn í fjöllum.Örkin 634m.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði á rólegu nótunum,með hægviðri og þoku eða þokulofti,en þokuloft var oft fyrstu átta daga mánaðar. Þann 10 var komin norðan með snjókomu eða éljum. Síðan hægviðri í tvo daga. Eftir það voru umhleypingar sem stóðu fram á páska. Loks þann 21. gerði hægviðri,breytilegar vindáttir og hlýnandi veðri,og var hlítt yfir daginn,og var þetta góða veður í fimm daga. Þann 26.,gerði ákveðna norðan og norðaustanátt með kólnandi veðri og var kalt í veðri það sem eftir lifði mánaðar. Þokuloft í fyrstu og síðan él,enn síðan þurru veðri. Úrkoman var í lægri kantinum í mánuðinum.

Tvívegis gerði suðvestan hvassviðri eða storm í mánuðinum,fyrst þann 15. Þá  náði vindur 60 hnútum eða 31 m/s í kviðum sem er ofsaveður. Aðfaranótt 18. og fram á miðjan dag var seinna hvassviðrið,þá náði vindur í kviðum 39 m/s sem er yfir fárviðrismörk. Engin tjón urðu í þessu veðri.

 

Yfirlit dagar eða vikur: Nánar hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Víganes:Í október 2010.
  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Agnes ÍS kominn með allann flotann í tog og siglir fyrir Nestangann.
  • Finnbogastaðir að NA verðu.04-04-2009.
Vefumsjón