Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. janúar 2019 Prenta

Veðrið í Desember 2018.

Sérkennilegt snjólag í fjöllum á gamlársdag.
Sérkennilegt snjólag í fjöllum á gamlársdag.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Norðlæg vindátt var fyrstu þrjá dagana, og gekk norðanáttin smám saman niður, og seinnipartinn þann þriðja var komin suðlæg gola með talsverðu frosti. Síðan voru hægar breytilegar vindáttir með nokkru frosti. Þá gekk í norðaustan hvassviðri þann 7 um tíma en vind lægði smám saman fram til 9. Heldur hlýrra í veðri. Frá 10 til 19 voru mest austlægar eða suðlægar vindáttir, oftast með hita yfir frostmaki, en nokkurt frost var þann 10. Enn stundum hvass af suðri eða suðvestri eins og 12 og 14 part úr dögum. Allt mjög hrímað var um morguninn þann 17. Þann 20 var hæg norðlæg vindátt með súld. 21 til 22 var hæg breytileg vindátt, með súld og eða frostúða. Þann 23 snérist í ákveðna suðvestanátt og var hvassviðri eða stormur um tíma þann 24. Síðan voru mest suðlægar vindáttir til 29. Þann 30 til 31 var norðaustan og síðan norðan stormur með ofankomu. Auð jörð var á jóladagsmorgun (rauð jól), en alhvítt var á gamlársdag. Næstum helmingur úrkomunnar sem mældist var 2 síðustu sólarhringa mánaðarins.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 56,2 mm. (í desember2017: 61,4 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 5 daga.

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist þann 11: +9,8 stig.

Mest frost mældist þann 3: -8,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +1,8 stig. (í desember 2017: -0,2 stig.)

Meðalhiti við jörð var -1,25 stig. (í desember 2017: -3,65 stig.)

Alhvít jörð var í 7 daga.

Flekkótt jörð var í 13 daga.

Auð jörð var því í 11 daga.

Mesta snjódýpt mældis dagana 3 og 4: 20 cm.

Sjóveður: Slæmt sjóveður var dagana 1,2,3,7,8,16,17,30 og 31. Annars var svona sæmilegt í sjóinn, þegar sjólítið eða dálítill sjór var, en mjög fáir dagar sem mjög gott sjóveður var.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-3: Norðnorðaustan eða N hvassviðri, allhvass, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, orðin suðlæg vindátt með golu seinnipartinn þ.3. él hiti +1 niður í -8 stig.

4-5: Breytilegar vindáttir með kuli, þurrt í veðri, frost -1 til -7 stig.

6-9: Norðaustan eða ANA, hvassviðri, allhvass, stinningskaldi, kaldi, síðan gekk vindur niður þ.9. lítilsáttar rigning eða skúrir, hiti -4 til +5 stig.

10-11: Austlægar eða suðlægar vindáttir, kul, gola, stinningsgola, snjókoma, slydda, rigning, hiti -6 til +10 stig.

12: Sunnan allhvass fram eftir degi síðan A gola, þurrt í veðri, hiti 4 til 8 stig.

13-15: Austlæg vindátt kul eða gola, en SSV allhvass og síðan kaldi þ.14. rigning en þurrt í veðri þ.14. hiti 1 til 7 stig.

16: Norðan og NA kaldi, síðan gola, rigning, súld, hiti 1 til 6 stig.

17-19: Austlægar eða breytilegar vindáttir, andvari, kul, gola, en kaldi þ.17. um kvöldið, og allhvasst um tíma þ.18. þurrt í veðri þ.17. annars litilsáttar súld eða rigning, hiti -1 til 7 stig. Mikið hrím á jörðu þann 17.

20: Norðan gola, stinningsgola, súld, hiti 2 til 4 stig.

21-22: Suðlægar eða breytilegar vindáttir, andvari eða kul, súld, frostúði, glerungur á jörð, hiti 2 niður í -2 stig.

23-24: Suðvestan stinningskaldi, kaldi, allhvass, en hvassviðri eða stormur þ.24. skúrir, hiti frá -2 stigum upp í +7 stig.

25-27: Suðlægar vindáttir, SA, S, kul, gola, kaldi, stinningskaldi,rigning, skúrir, hiti, 2 til 7,5 stig.

28-29: Suðvestan, stinningsgola, stinningskaldi, allhvass, skúrir, él, hiti 2 til 5 stig.

30-31: Norðaustan kul, kaldi, síðan N hvassviðri eða stormur, slydda, snjókoma, hiti 3 og niður í -4 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Borgarísjakabrot útaf Krossnesi 23-09-2001.
Vefumsjón