Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. janúar 2023 Prenta

Veðrið í Desember 2022.

Talsvert snjóaði síðustu daga mánaðarins.
Talsvert snjóaði síðustu daga mánaðarins.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

1 og 2 var sunnan kul og uppí allhvassan vind, lítilsáttar skúrir. Þann 3 var hæg norðanátt með súld. Þann 4 var suðvestan gola uppí kalda með þurru veðri. 5 og 6 var suðlæg vindátt og hægviðri og úrkomulaust. 7 til 9 var norðaustanátt með stinningsgolu og uppí stinningskalda, lítilsáttar snjóél. Frá 10 til 16 voru austlægar eða breytilegar vindáttir, yfirleitt hægar, með lítilsáttar éljum. Frá 17 og út mánuðinn var norðaustan gola og uppí hvassviðri með éljum og eða snjókomu og skafrenningi og talsverðu frosti.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 34,5 mm. (í desember 2021: 37,7 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti mældist þann: 1 +10,3 stig.

Mesta frost mældist þann: 24 -10,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var -1,7 stig.  (í desember 2021: +0,7 stig.)

Meðalhiti við jörð var -5.12 stig. (í desember 2021: 2,70 stig.)

Sjóveður: Sæmilegt eða gott sjóveður var frá 1 til 12. Gráð, sjólítið, dálítill sjór. Annars slæmt sjóveður. Dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór, mikill sjór

Alhvít jörð var í 17 daga.

Flekkótt jörð var í 3 daga.

Auð jörð var því í 11 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 31: 32 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2: Sunnan allhvass, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, kul, úrkomulaust þ.1. Enn skúrir.þ.2. hiti +4 til +7 stig.

3: Norðan, NA, gola, kul, súld, hiti +0,5 til +5 stig.

4:Suðvestan, gola, kaldi, úrkomulaust, hiti frá -2 til +6 stig.

5-6: Suðaustan, S, andvari, kul, gola, úrkomulaust, hiti frá -1 til +2 stig.

7-9: Norðaustan, NNA, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, snjóél, úrkomulaust þ.9. Og úrkomu vart þ.8. Hiti frá -2 til +2 stig.

10-16: Austan, NA, SA, andvari, kul, gola, stinningsgola, kaldi, úrkomulaust 10, 11, 12, annars snjóél, hiti, frá +3 niður í -8 stig

17-31: Norðaustan, ANA, N, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, hvassviðri, úrkomu varð vart þ.17, snjóél, snjókoma, skafrenningur. Hiti +0 niður í -10 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Á Fellsbrún á leið á Kálfatind.
  • Borgarísjaki út af Ávíkinni 07-04-2004
  • Gunnsteinn Gíslason og Reimar Vilmundarson skálar fyrir afmælisbarninu og gestum.
  • Finnbogastaðaskóli-19-08-2004.
Vefumsjón