Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. ágúst 2018 Prenta

Veðrið í Júlí 2018.

Mikill vatnsagi var seinnihluta mánaðar.
Mikill vatnsagi var seinnihluta mánaðar.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu þrjá daga mánaðarins voru hægar suðlægar vindáttir með lítilsáttar vætu. Síðan var norðvestanátt í tvo daga. Þann 6 var hæg suðaustanátt. Frá 7 og fram til 12 var suðvestlæg vindátt með hlýju veðri, en oft hvössum vindi. Þann 13 snerist til norðlægra vindátta með vætutíð til 16. Frá 17 til 19 voru breytilegar vindáttir með hlýju veðri og þurrviðri. Síðan voru hafáttir út mánuðinn með úrkomusömu og svölu veðri. Úrkomusamt var í mánuðinum ekki þurr dagur eftir 19. Heyfengur var miklu minni en í fyrra, en þá var metheyskapur. Hey náðust vel þurr í rúllur, þótt úrkomusamt væri, enn góður þurrkur var þess á milli, sérlega fyrri hluta mánaðar.

Úrkomumet varð á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fyrir þennan júlímánuð, úrkoman mældist 159,2 mm, og hefur ekki mælst eins mikil úrkoma í júlí fyrr á stöðinni.

Vindur náði 38 m/s í suðvestan hvassviðrinu þann 9.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 159,2 mm. (í júlí 2017: 49,7 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti mældist þann 17: +17,5 stig.

Minnstur hiti mældist þann 17. +3,2 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +8,2 stig. (í júlí 2017:+9,4 stig.)

Meðalhiti við jörð var +6,27 stig. (í júlí 2017: +7,52 stig.)

Sjóveður: Oftast sæmilegt, gráð, sjólítið eða dálítill sjór. Slæmt sjóveður var 16, 29 og 30, talsverður sjór. Einnig var slæmt sjóveður í suðvestan hvassviðrinu 9 og 10.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-3: Suðvestan eða SA, gola eða stinningsgola, súld, skúrir, rigning, hiti, 7 til 12,5 stig.

4-5: Norðvestan eða N stinningsgola, rigning, hiti 6 til 9 stig.

6: Suðaustan kul eða gola, þurrt í veðri, hiti 4 til 11 stig.

7-12: Suðvestan kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, hvassviðri með miklum stormkviðum þann 9. Rigning eða skúrir, þurrt í veðri 8 og 12. Hiti 7 til 15 stig.

13-16: Norðvestan eða N gola, stinningsgola, kaldi, rigning, súld, hiti 5 til 10 stig.

17-19: Norðlægar eða breytilegar vindáttir, andvari, kul, gola, stinningsgola, þurrt í veðri, hiti 3 til 18 stig.

20-31: Norðan, NNV, NNA kul, gola, stinningsgola, en kaldi og stinningskaldi þ.29., súld rigning, þoka, hiti 4 til 13 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Sigursteinn í Litlu-Ávík sagar í uppistöður fyrir Guðmund.01-07-08.
  • Söngur.
  • Séð austur Húnaflóa af Rekjaneshyrnu.
  • Séð til Reykjaneshyrnu og Ávíkurnar.
Vefumsjón