Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. ágúst 2020 Prenta

Veðrið í Júlí 2020.

Talsvert vatnsveður var 16, 17 og 18.
Talsvert vatnsveður var 16, 17 og 18.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu tíu daga mánaðarins voru hægar norðlægar vindáttir og góður þurrkur. 11 og 12 voru breytilegar vindáttir með lítilsáttar úrkomu. Þann 13 gekk í norðanátt, allhvasst 17 og 18, með talsverðri úrkomu 16, 17 og 18. Eftir þessa þrjá sólarhringa mældist úrkoman 92,0 mm. Frá 19 og fram til 22 voru hægar breytilegar vindáttir. Norðan var með súld eða rigningu 23 til 27, svalt í veðri. Frá 28 og fram til 30 voru suðlægar vindáttir með hlýju veðri. Þann 31 var norðan uppí allhvassan vind með rigningu eða súld og svalara veðri.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 119,5 mm. (í júlí 2019: 80,5 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 3 daga.

Þurrir dagar voru 15.

Mestur hiti mældist +14,5 stig þann 12 og 30.

Minnstur hiti mældist +1,7 stig þann 1.

Meðalhiti mánaðarins var +8,3 stig. (í júlí 2019: +8,3 stig,)

Meðalhiti við jörð var +5,7 stig. (í júlí 2019: +6,70 stig.)

Sjóveður: Að mestu ágætissjóveður, gráð, sjólítið, dálítill sjór. Slæmt í sjóinn talsverður sjór, allmikill sjór og mikill sjór, 16, 17 og 18. Og talsverður sjór, 25 og 31.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-10: Norðan, NNV, NNA, kul, gola, stinningsgola, þurrt í veðri, hiti +2 til +13 stig.

11-12: Breytilegar vindáttir, ASA, SA, SV, kul eða gola, lítilsáttar rigning eða skúrir, hiti +6 til +15 stig.

13-18: Norðan kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, súld, rigning, hiti +4 til +12 stig.

19-22: Breytilegar vindáttir,SV, V, N, NA, andvari, kul, gola, Úrkomulaust 19, 20, 21, súldarvottur þ.22. hiti +6 til +12 stig.

23-27: Norðan, NV, NA, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, síðan kul, súld, rigning, úrkomulaust þ.27. hiti +2 til +8 stig.

28-30: Suðaustan, ASA eða breytilegar vindáttir, andvari, kul, gola, úrkomulaust þ.28. annars úrkomuvottur sem mældist ekki, hiti +6 til +14,5 stig.

31: Norðan, NA, stinningsgola, allhvasst, síðan gola, rigning eða súld, hiti +7 til +9 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júní »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Vantar pappa á sumstaðar.13-11-08.
  • Litla-Ávík 10-03-2008.
  • Melar-Reykjaneshyrna.13-08-2008.
  • Séð yfir Ófeigsfjörð-Seljanes-Drangajökull.
  • Kistuvogur þar sem galdrabrennur fóru fram.28-06-2003.
Vefumsjón