Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. júní 2018 Prenta

Veðrið í Maí 2018.

Lambfé á túnum, snjór í fjöllum.
Lambfé á túnum, snjór í fjöllum.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með suðlægum vindáttum, mest suðvestanáttum með éljagangi og kulda fram til 7 en þá fór að hlýna aðeins í veðri. Þann 8 seinnipartinn gekk í norðaustlæga vindátt með kólnandi veðri, og snjóaði niður á láglendi um kvöldið þann 10. Þann 13 gekk til suðvestlæga vindátt um tíma, og hiti rauk í 12 stig um hádegið, síðan snérist í norðan með þoku og hiti féll niður í 4 stig á innan við klukkutíma. Frá 15 til 18 var suðvestan með vætu. Síðan var skammvinn austanátt með slyddu þann 19. Og þann 20 var norðvestan með rigningu og síðan slyddu. Og frá 21 til 26 voru suðlægar eða breytilegar vindáttir með vætu með köflum. Síðan vestlægar eða norðlægar vindáttir og hægviðri, en með vætu. Tvo síðustu daga mánaðar var suðvestan eða vestan, að mestu með þurru og mjög hlýju veðri. Mánuðurinn var nokkuð umhleypingasamur.

Ræktuð tún orðin græn og hafa tekið vel við sér,og úthagi einnig. Lambfé snerti varla við rúllum sem voru settar útá tún sem venjulaga um sauðburð. Farið að sleppa lambfé úr túnum fyrir mánaðarlok. Mun betra sauðburðaveður var í ár heldur enn í fyrra, en þá var mikil vætutíð og kalt, úrkomumet varð þá á veðurstöðinni 124,3 mm.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 62,6 mm. (í maí 2017: 124,3 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 3.

Mestur hiti mældist þann 30. +13,5 stig.

Minnstur hiti mældist þann 3. -3,1 stig.

Meðalhiti mánaðarins var: +5,0 stig. ( í maí 2017: +5.7 stig.)

Meðalhiti við jörð var +1,35 stig. (í maí 2017: +3,05 stig.)

Alhvít jörð var í 0 dag.

Flekkótt jörð var í 1 dag.

Auð jörð var því í 30 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann, mældist ekki.

Sjóveður: Slæmt sjóveður var 9, 10,11,20 það er talsverður, allmikill eða mikill sjór(Þ.10). Annars sæmilegt sjóveður, gráð, sjólítið eða dálitill sjór.

Yfirlit dagar eða vikur:

1 -7: Suðvestan eða suðlægar vindáttir, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, en hvassviðri og uppí ofsaveður í kviðum þann 6. Snjó eða slydduél, rigning, hiti -3 til 5 stig.

8: Breytileg vindátt með kuli í fyrstu, síðan NA gola, stinningsgola, þurrt í veðri enn þokuloft, hiti 3 til 6 stig.

9-12: Norðaustan N, NV, allhvasst, stinningskaldi, stinningsgola,, gola, rigning, súld, slydda, snjókoma, hiti 1 til 5 stig.

13: Suðvestan stinningsgola í fyrstu, síðan Norðan, kul eða gola, rigningarvottur, þoka, hiti 4 til 12 stig.

14: Norðaustan gola, rigning um kvöldið, hiti 2 til 7 stig.

15-18: Suðvestan stinningsgola,kaldi, stinningskaldi, skúrir, rigning, hiti 2 til 11 stig.

19: Austan gola, kaldi, stinningskaldi, rigning, slydda, skúrir, hiti 1 til 6 stig.

20: Norðvestan stinningsgola eða kaldi,rigning, slydda, hiti 2 til 7 stig.

21: Breytileg vindátt kul eða gola, þurrt í veðri, hiti 1 til 6 stig.

22: Suðaustan stinningsgola síðan gola, skúrir, rigning, hiti 2 til 8 stig.

23: Suðvestan stinningskaldi, allhvass, skúrir, hiti 6 til 9 stig.

24 Breytileg vindátt, andvari eða kul, skúrir um kvöldið, hiti 2 til 9 stig.

25-26: Suðvestan eða S, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, skúrir, rigning, hiti 3 til 11 stig.

27-29: Vestlæg eða N og eða breytileg vindátt, kul eða gola, rigning eða súld, hiti 3 til 9 stig.

30-31: Suðvestan eða VSV, gola, stinningsgola, kaldi, skúrarvottur þ.30, annars þurrt, hiti 6 til 14 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Jón G Guðjónsson situr á jaka útá Hjallskerum. Mynd RAX.
  • Einingarnar hífðar úr gámunum.14-10-08.
  • Konur í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Platan steypt.01-10-08.
  • Finnbogastaðir 1938-2008.Húsið brann til kaldra kola 16 júní 2008.
  • Húsið fellt 19-06-2008.
Vefumsjón