Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. desember 2022 Prenta

Veðrið í Nóvember 2022.

Lítill snjór í fjöllum.
Lítill snjór í fjöllum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Frá 1 til 11 voru norðlægar vindáttir með vindi frá golu og uppí hvassviðri þann 10. Slydda, rigning eða súld. Frá 12 til 22 voru breytilegar vindáttir og hægviðri og með úrkomulitlu veðri. Frá 23 til 27 voru norðlægar vindáttir með stinningskalda og uppí hvassviðri. Þann 28 var suðvestan kaldi með lítiláttar slydduéljum. 29 og 30 var suðaustan og hægviðri með rigningu þann 30.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 58,3 mm.  (í nóvember 2021. 78,4 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti mældist þann 30: +10,8 stig.

Minnstur hiti mældist þann 7 og 30: -0,5 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +4,0 stig. (í nóvember 2021. +1,1 stig.)

Meðalhiti við jörð var +0,79 stig. (í nóvember 2021. -2,32 stig.)

Sjóveður: Sjóveður var oftast slæmt í mánuðinum enn þó voru nokkrir góðir dagar eða sæmilegir: Sjólítið eða dálítill sjór dagana 15,16, 17, 18, 19, 20, 21, 22, 29, 30. Annars var slæmt sjóveður.Dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór, eða mikill sjór.

Alhvít jörð var í 0 dag.

Flekkótt jörð var í 1 dag.

Auð jörð var því í 29 daga.

Mesta snjódýpt: Mældist ekki.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-11: Norðan, Norðaustan, ANA, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, en hvassviðri þ.10. Slydda, rigning, súld, úrkomulaust 5, 6 og 8. Hiti frá -1 uppí +5 stig.

12-22: Austan SA, eða breytilegar vindáttir, andvari, kul, gola, súld, rigning, skúrir, enn úrkomulaust, 19, 20, 21, 22. Hiti +1 til +10 stig.

23- 27: Norðaustan, N, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, rigning, súld, slydda, slydduél, úrkomu vart.Þ. 23. Hiti +2 til +6 stig.

28: Suðvestan stinningskaldi, kaldi, stinningskaldi, slydduél, hiti +1 til +4 stig.

29-30: Suðaustan andvari, kul, gola, stinningsgola, úrkomulaust þ.29. Rigning þ.30. Hiti frá -0,5 til +11 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Sirrý og Siggi.
  • Aðventuljós í glugga.18-12-2008.
  • Krossnessundlaug-31-08-2002.
  • Vantar pappa á sumstaðar.13-11-08.
  • Hrafn -og systkinin Guðbjörg og Guðmundur.22-08-08.
Vefumsjón