Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. nóvember 2021 Prenta

Veðrið í Október 2021.

Úrkomusamt var í mánuðinum. Úrkomumælir í L-Á.
Úrkomusamt var í mánuðinum. Úrkomumælir í L-Á.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu 9 daga mánaðarins voru hafáttir, oft með allhvössum vindi eða hvassviðri með talsveðri úrkomu. 10 til 12 voru hægar suðlægar vindáttir með köldu veðri. Þann 13 var skammvinn Norðanátt með rigningu. 14 til 15 voru suðlægar vindáttir með frosti um morguninn, en fór svo hlýnandi og komin NA átt um kvöldið með smávegis rigningu. Frá 16 til 19 var norðaustanátt með éljum og síðan slyddu og rigningu, hvassviðri var 18 og 19. Þá voru breytilegar vindáttir 20 til 21 með úrkomulausu veðri. Frá 22 og 23 voru hægar breytilegar vindáttir með rigningu og síðan súld. Og dagana 24 og 25 var norðaustan allhvass vindur með slyddu, en síðan suðvestan um kvöldið. Frá 26 til 31 voru norðlægar vindáttir með súld eða rigningu og slyddu, kólnandi veður.

Mánuðurinn var úrkomusamur, og umhleypingasamur.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 144,4 mm. (í október 2020: 81,2 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti mældist þann 23: +7,7 stig.

Mest frost mældist þann 14: -1,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +3,5 stig. (í október 2020: +5,0 stig. )

Meðalhiti við jörð var +0,67 stig. (í október 2020: +2,01 stig.)

Sjóveður: Mjög slæmt sjóveður í mánuðinum, enn 3 dagar sæmilegir eða góðir, 11, 12 og 15. Dálitill sjór eða sjólítið. Annars dálitill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór, mikill sjór.

Alhvít jörð var í 1 dag.

Flekkótt jörð var í 0 daga.

Auð jörð var því í 30 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 17: 2 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-9: Norðan NA. ANA allhvasst, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, en hvassviðri var þann 4 og 7. Rigning, slydda, súld. Úrkomulaust 5 og 6. Úrkomu vart þ.7. Hiti +0 til +7,5 stig.

10-12: Suðaustan eða breytilegar vindáttir, kul eða gola, skúrir, rigning, súld, úrkomulaust þann 11. Hiti -1 til +5 stig.

13: Norðan NNA, stinningskaldi, rigning, hiti +2 til +5 stig.

14-15: Suðvestan, V, gola, stinningsgola, kaldi, allhvasst, hvassviðri. Enn NA stinningsgola um kvöldið Þ.15. Úrkomulaust þ.14. Lítilsáttar rigning um kvöldið þ.15. Hiti -2 til +7 stig.

16-19: Norðaustan, ANA, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, en hvassviðri 18 og 19. Snjóél, slydda, rigning, hiti -0 til +5 stig.

20-21: Norðan, kaldi, SV, stinningskaldi, NA, stinningsgola, ANA, gola, úrkomulaust, hiti +0 til +5 stig.

22-23: Suðaustan eða breytilegar vindáttir, kul eða gola, rigning, súld, þoka, hiti -1 til +8 stig.

24-25: Norðaustan, N, stinningsgola, stinningskaldi, allhvasst, enn SV stinningsgola um kvöldið þ.25. Súld, rigning, slydda. Hiti +1 til +5,5 stig.

26-31: Norðaustan, N, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, súld, rigning, slydda, hiti -0 til +6 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónsyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Dregið upp.
  • Járnið komið á að NV verðu,03-12-2008.
  • Þessi eining komin á sinn stað.27-10-08.
  • Ægir Thorarensen kemur á Agnesi Guðríði ÍS-800.
  • Úr sal.Gestir.
  • Litla-Ávík og Stóra-Ávík.Séð af Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann.
Vefumsjón