Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. september 2012 Prenta

Vegagerðin með framkvæmdir.Olíu stolið frá verktaka.

Hannes Hilmarsson við frágang á gröfu fyrir neðan Búðará.
Hannes Hilmarsson við frágang á gröfu fyrir neðan Búðará.
1 af 2

Undanfarnar vikur hefur Vegagerðin verið að láta vinna í Veiðileysuhálsi að norðanverðu. Vegurinn er hækkaður upp niður Kúvíkur dalinn og niðurundir Langahjalla. Grjót í uppfyllingu var sprengt í holtinu við Búðará. Með þessu er verið að komast fyrir þar sem mestu snjóalögin myndast og erfitt hefur verið að moka og koma snjónum frá sér við mokstur. Vinnu verður lokið í dag,enn frágangi meðfram nýja vegarkaflanum og fínni ofaníburði í veginn verður unnið næsta vor eða sumar.

Það skeði eina nóttina fyrir stuttu að 800 lítrum af hráolíu var stolið af olíukálfi Jósteins Guðmundssonar sem var með tæki þarna í vinnu við vegaframkvæmdir. Þessi þjófur hefur ekki náð slíku magni nema að vera með olíukálf eða einhvern stóran tank. Kannski hefur viðkomandi þjófur haldið að hann væri að stela þessu frá Vegagerðinni,enn þarna var um einkaaðila að ræða.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Söngur.
  • 28-12-2010.Borgarísjakinn sem sést hefur frá Litlu-Ávík hefur nú færst austar og er nú ca 15 km NNA af Reykjaneshyrnu.
  • Gislína-Júlíana-Vilhjlálmur og Eysteinn.
  • Unnið í minni sperrum og rétt af.06-11-08.
Vefumsjón