Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. desember 2003 Prenta

Vegagerðin með góða þjónustu.

Það er ekki hægt að segja annað enn vegagerðin hafi verið með góða þjónustu við Árneshrepp í haust og sem af er vetri í þessum umhleypingum að undanförnu,látið moka tvisvar í viku á þriðjudögum og föstudögum ef veður leyfir án lítilla undantekninga,og nú í dag var opnað út úr sveitinni norðan megin frá og innnanfrá og opið var orðið fyrir umferð fyrir hádegið enn skafrenningur er á Veiðileysuhálsi og getur lokast fljótlega eftir að snójomokstri líkur að sögn Jóns Harðar umdæmisstjóra vegagerðar á Hólmavík.
Einnig var mokað innansveitar í morgun til Munaðarnes og fram urðir frá Norðufirði í Trékyllisvík enn þaðan má segja að væri fólsbílafært út á Gjögur.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Veggir feldir.
  • Kjörvogur 19-08-2004.
  • Ís í Ávíkinni Stóra-Ávík og Árnesfjall í baksýn.
  • Byrjað að klæða þakið 11-11-08.
  • Gíslína-Júlíana-Villi-Eysteinn og Jenssína.
Vefumsjón