Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 31. ágúst 2011 Prenta

Vegagerðin ver vegi.

Búið er að sprengja mikið af grjóti.
Búið er að sprengja mikið af grjóti.
1 af 3
Vegagerðin á Hólmavík hefur verið að láta sprengja grjót til varnar sjógangi  í og við vegi,grjótið er tekið fyrir ofan Norðurfjarðarhöfn þar sem efni var tekið í hana á þeim árum.Grjótið er látið neðst í Stórukleifarbrekku við hið þekkta Guðmundar Góða sæti,enn hann mun hafa vígt Urðirnar  á sínum tíma.Talsvert hefur étist úr veginum þar smátt og smátt vegna sjógangs.Einnig var keyrt grjóti austan við svonefndan Hundsháls þar sem sjór var farin að taka úr veginum í sjógangi.Beltagrafa var við að bora í grjótið og moka á bílana tvo sem keyrðu efninu einnig var hjólaskófla hreppsins við að moka efninu af veginum.Þessu verki verður lokið í dag.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Unnið við sperrur.29-10-08.
  • Jón Guðbjörn ætlar að fara að mæla sjávarhita. Mynd Kristín Bogadóttir.30-10-2015.
  • Herðubreið í miklum hafís útaf Reykjaneshyrnu.
  • Krossnes-20-10-2001.
  • Melar I og II.
  • Finnbogastaðir fyrir brunann.
Vefumsjón