Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 25. júní 2010 Prenta

Vegagerðin vinnur í vegum.

Hannes Hilmarsson stjórnar Brjótnum.Grjótmulningsvél.
Hannes Hilmarsson stjórnar Brjótnum.Grjótmulningsvél.
1 af 2
Vegagerðin á Hólmavík hefur verið með endurbætur á vegum hér í Árneshreppi í vor og núna undanfarna daga.

Í maí var borið ofan í þjóðveginn frá Kjós og yfir Veiðileysuháls.Vegagerðin átti til harpað efni í Kjós í Reykjarfirði og í Byrgisvík.

Nú í vikunni hefur verið unnið í svonefndum Urðum sem er á milli Mela og Norðurfjarðar,sem eru brattar skriður,þar tollir lítill ofaníburður,þar lét Vegagerðin rífa upp með hefli í rastir á miðjan vegin síðan kom stór traktor með Brjót  eða grjótmyljara sem er mjög sniðugt tæki.

Síðan er efninu jafnað út aftur sem er þá orðið fínt malarefni.

Það má því segja að efnið sé endurunnið á staðnum.

Eins var verið að gera þetta víða á köflum á vegunum nú í vikunni.

Að sögn Sverris Guðbrandssonar vegaverkstjóra er verið að vinna fyrir þetta litla fjármagn sem til er,og laga verstu kaflana.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Úr sal.Gestir.
  • Bryggjan á Gjögri.
  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
  • Ásbjörn Þorgilsson grefur fyrir grunninum.22-08-08.
Vefumsjón