Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 7. apríl 2009 Prenta

Vegurinn opnaður norður í Árneshrepp.

Kristján Guðmundsson á jarðýtunni.
Kristján Guðmundsson á jarðýtunni.
1 af 4
Laugardaginn 4 apríl byrjaði Vegagerðin að opna veginn norður í Árneshrepp frá Bjarnarfirði.

Notað var við moksturinn veghefill og snjóblásari og einnig var Kristján Guðmundsson á jarðýtu,opnað er sunnanfrá til Gjögurs.

Snjóblásari var aðeins notaður niður Kúvíkurdalinn,síðan var haldið áfram til Djúpavíkur með jarðýtunni og vegheflinum og áfram til Kjörvogs.

Um kl 14:00 voru tækin komin í gegn og vegur því talin opin.

Að sögn;Jóns Harðar Elísonar rektsrarstjóra Vegagerðarinnar á Hólmavík var Strandavegur frá Bjarnarfirði norður til Kjörvogs síðast opnaður 23 febrúar en lokaðist aftur 1 mars.

Einnig var mokað frá Bjarnarfirði til Djúpavíkur 17 til 18 mars,en það lokaðist aftur 24 mars;

Þessi mokstur hefur staðið yfir í 4 daga og að sögn vegagerðarmanna er um mikinn snjó að ræða.Vegurinn er eingöngu fær fjórhjóladrifsbílum.

Nú er mjög slæm veðurspá fyrir og um Páskahátíðina,spáð snjókomu með allhvössum vindi og teppist vegur þá fljótt aftur.
Ljósmyndari Litlahjalla fór á staðinn og tók nokkrar myndir.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Allir í kaffi í Bæ hjá Guðbjörgu systur Munda.
  • Fullfrágengið í kringum glugga,SA hlið.18-12-2008.
  • Reykjarfjörður-11-09-2002.
Vefumsjón