Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 24. júní 2013 Prenta

Vel hepnuð skákhátíð á Ströndum.

Hrafn Jökulsson bíður gesti velkomna.
Hrafn Jökulsson bíður gesti velkomna.
1 af 4
Það fór fram mikil Skákhátíð á Ströndum um helgina. Þar fóru fjórir skákviðburðir á fjórum stöðum. Hæst bar afmælismót Jóhanns Hjartarsonar sem fram fór í Trékyllisvík á laugardaginn. Jóhann gerði sér lítið fyrir og sigraði á eigin afmælismóti!

Skákhátíðin hófst með fjöltefli í Hólmavík þar sem Róbert Lagerman tefldi við gesti og gangandi og leyfði nokkur jafntefli. 

Um kvöldið var svo tvískákmót á Hótel Djúpavík. Þar sigraði forsetaliðið en það skipuðu Hrafn Jökulsson, Róbert og Gunnar Björnsson með fullu húsi. Í öðru sæti varð Flotta liðið (Vigfús Ó. Vigfússon og Heimir Páll Ragnarsson) og í þriðja sæti varð Jónaliðið (Jón Kristinn Þorgeirsson og Jón Birgir Einarsson).

Hápunktur hátíðirnar var afmælismót Jóhanns sem fram á laugardaginn í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík. Þar sigraði Jóhann með fullu húsi, Hannes Hlífar Stefánsson varð annar og Stefán Bergsson varð þriðji. Jón Kristinn Þorgeirsson hlaut unglingaverðlaunin.

Um kvöldið var svo slegið upp grillveislu þar sem boðið var upp á ljúffeng lambalæri frá Ferskum kjötvörum og grænmeti frá Sölufélagi garðykjumanna.

Á sunnudaginn fór svo Hraðskákmót Norðurfjarðar fram. Þar urðu Jóhann og Hannes efstir en nú hafði Hannes efsta sætið eftir stigaútreikning. Jónarnir L. Árnason og Kristinn urðu í 3.-4. sæti en Jón L. tók þriðja sætið eftir stigaútreikning.

Hrafn Jökulsson, forseti Skákfélagsins Hróksins, sem stóð fyrir hátíðinni á án efa eftir að gera mótinu mun betri skil á næstu dögum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Adolfshús-05-07-2004.
  • Hafísjaki 6 KM vestur af Sæluskeri. 27-08-2018
  • Á Fellsbrún á leið á Kálfatind.
  • Úr sal.
  • Borgarísjaki með tvo tinda er NNV við Reykjaneshyrnu ca 18 KM frá landi.26-08-2018.
  • Munaðarnes-Drangaskörð í baksýn-2003.
Vefumsjón