Fleiri fréttir

| sunnudagurinn 14. júní 2009 Prenta

Vel lukkað Strandhögg í Árneshreppi

Sól í Ávík. Viðar Hreinsson spjallar um Jón lærða, sem bjó um skeið í Stóru-Ávík.
Sól í Ávík. Viðar Hreinsson spjallar um Jón lærða, sem bjó um skeið í Stóru-Ávík.
1 af 2
Rútufylli af þjóðfræðingum, sagnfræðingum og fleiri góðum gestum gerðu Strandhögg í Árneshreppi um helgina og nutu blessunar veðurguða, enda skartaði sveitin okkar sínu fegursta.

Dagskrá var fjölbreytt og fróðleg. Rakel Valgeirsdóttir frá Árnesi var leiðsögumaður hópsins, sem skoðaði síldarverksmiðjuna í Djúpavík, hlýddi á fyrirlestra á Gjögri, Stóru-Ávík, Kistuvogi og Kört. Síðan brá hópurinn sér í Krossneslaug og loks var slegið upp gleðskap í Hótel Djúpavík á laugardagskvöldið.

Fréttaritari hlýddi á fyrirlestur Más Jónssonar sagnfræðings í flutningi Sigurðar Gylfa Magnússonar. Erindið var flutt í Kistuvogi, í landi Stóru-Ávíkur, en þar voru þrír bændur í Árneshreppi brenndir á báli í september 1654. Már hefur hinsvegar látið í ljósi eindregnar efasemdir um að Kistuvogur sé hinn raunverulegi aftökustaður. Þessi sjónarmið komu fram í bók hans Galdrar og siðferði í Strandsýslu á síðari hluta 17. aldar, sem Strandagaldur gaf út á síðasta ári, og voru áréttuð í fyrirlestrinum í Kistuvogi.

Hér er ekki tóm til að rekja röksemdir Más, sem telur að brennan hafi farið fram í Árnesi, en óhætt er að segja að sjónarmið hans falli í grýttan jarðveg á Ströndum og meðal áhugafólks um galdrafárið á 17. öld. Jón Jónsson þjóðfræðingur flutti andmæli í Kistuvogi, þar sem hann hrósaði bók Más, fyrir utan tilraun hans til að flytja brennuna milli staða. Sagði Jón að þar hefði Már komist að "stórkostlega fáfengilegri niðurstöðu", sem á engum rökum væri reist. Jón færði mjög sannfærandi rök fyrir því að Kistuvogur hefði einmitt verið aftökustaðurinn og benti þar að auki á meinlega villu í útreikningum Más.

Atburðir

« 2023 »
« September »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Kjörvogur 19-08-2004.
  • Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
  • Úr sal.
  • Svalahurð,18-11-08.
  • Bergistangi við Norðurfjörð-18-08-2004.
Vefumsjón