Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. október 2021 Prenta

Velur Vestfirði sem besta áfangastað í heimi 2022.

Lonely Planet velur Vestfirði sem besta áfangastað í heimi 2022
Lonely Planet velur Vestfirði sem besta áfangastað í heimi 2022
1 af 2

Lonely Planet velur Vestfirði sem besta áfangastað í heimi 2022

Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 í árlegu vali ferðabókaútgefandans Lonely Planet yfir lönd, svæði og borgir til að heimsækja árið 2022, eða svokallaða Best in Travel viðurkenningu, sem birt var í gærkvöldi. Val Lonely Planet mun beina kastljósi heimsbyggðarinnar að Vestfjörðum sem mun reynast mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu og á Íslandi almennt.

Á hverju ári tilnefna ferðarithöfundar, bloggarar og starfsfólk Lonely Planet staði fyrir Best in Travel listann, sá listi fer síðan fyrir dómnefnd sem fær það hlutverk að velja 10 staði sem skara frammúr. Hver staður sem er valinn er einstakur, býr yfir ákveðnum „Vá faktor“ og hefur lagt sitt af mörkum til framþróunar sjálfbærrar ferðaþjónustu.

„Fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu á Vestfjörðum fæst ekki jafn glæsileg viðurkenning og Best in Travel hjá Lonely Planet er. Ég hef oft sagt að Vestfirðir eigi mikið inni þegar að kemur að ferðaþjónustu og þarna sjáum við það alveg svart á hvítu að þetta einstaka svæði sker sig úr í samkeppni við alla rómuðustu áfangastaði heimsins.“ segir Díana Jóhannsdóttir hjá Áfangastaðastofu Vestfjarða.

Ferðaþjónusta hefur átt undir högg að sækja vegna COVID-19 síðastliðin tvö ár, en sjá mátti viðsnúning í sumar þegar erlendir ferðamenn ferðuðust í auknu mæli aftur til Íslands og til Vestfjarða þegar létti á ferðatakmörkunum. Búast má við að áhuginn á Vestfjörðum verði enn meiri þegar ferðavilji tekur að glæðast á ný, enda er um að ræða sannkallaða útivistarparadís þar sem hægt er að eyða mörgum dögum í allskonar náttúrutengda afþreyingu, hvort sem það eru gönguferðir, kayak eða bátsferðir.

„Eftir áföll síðustu ára vegna heimsfaraldurs er svona viðurkenning mikið tækifæri fyrir ferðaþjónustu á Vestfjörðum og liður í því að greinin taki næsta stóra skref framávið. Ferðaþjónustan á Vestfjörðum er að koma sterk til baka eftir heimsfaraldurinn og stefnir hratt uppávið. Saman með uppbyggingu ferðaþjónustusegla eins og á Bolafjalli mun þessi viðurkenning skipta sköpun fyrir vöxt og viðgang ferðaþjónustu á Vestfjörðum“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar.

Styrkir stöðu Íslands og Vestfjarða á mikilvægustu markaðssvæðunum verulega Vestfirsk ferðaþjónusta hefur lagt mikla áherslu á sjálfbæra uppbyggingu og er það ein af ástæðum þess að Vestfirðir eru í dag með silfurvottun frá umhverfissamtökunum EarthCheck. Náttúran og samfélögin á Vestfjörðum eru okkar helstu auðlindir og við verðum að hlúa að þeim til frambúðar.

„Það er frábær viðurkenning fyrir það þróunarstarf sem hefur átt sér stað í ferðaþjónustu á Vestfjörðum að fá þessa útnefningu frá Lonely Planet. Það má líka segja að þetta komi á besta tíma, nú þegar við stöndum frammi fyrir því verkefni að vekja áhuga ferðamanna á Íslandi á ný í kjölfar Covid-19 þar sem við munum eiga í harðri samkeppni við önnur lönd. Íslandsstofa mun vinna vel að því að kynna þessa niðurstöðu í samstarfi við Áfangastaðastofu Vestfjarða“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu.

Vestfjörðum hefur verið lýst sem einum af síðustu áfangastöðunum í Evrópu þar sem hægt er að upplifa ósnortna náttúru með tiltölulega auðveldum hætti. Val Lonely Planet er viðurkenning á þeirri hófstilltu og jarðtengdu nálgun íbúa á svæðinu sem mörkuð hefur verið undanfarin ár í ferðaþjónustu og mun styrkja stöðu Íslands og Vestfjarða á helstu mörkuðum verulega á komandi misserum.

Skoða myndir og fylgjast með #Westfjords #BestinTravel @VisitWestfjords Myndabanki: https://brandcenter.io/s/visitwestfjords/4dm7sfjmng

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Þakjárn komið á mikið til á bílskúr,22-11-08.
  • Gunnar Njálson á Kálfatindi.
  • Sælusker (Selsker)18-04-2008.
  • Ferðafélagshúsið er rétt fyrir ofan myðja mynd.
  • Hurð á geymslu NA,18-11-08.
Vefumsjón