Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 27. júlí 2011 Prenta

Verslunarmannahelgi í Trékyllisvík!

Hljómsveitin Blek og Byttur sem gerði mikla lukku í fyrra.
Hljómsveitin Blek og Byttur sem gerði mikla lukku í fyrra.

Helgin byrjar á því að á föstudagskvöldið 29. Júlí standa þær Melasystur

að allsherjartónlistarveislu á Kaffi Norðurfirði. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00! Kostar 1000 krónur inn.

Laugardagskvöldið  30. Júlí verður síðan ekta sveitaball í félagsheimilinu þar sem gleðin mun ríkja frá  23.00 fram á rauða  nótt (03.00). Þar mun stíga á stokk hljómsveitin góðkunna, Blek og Byttur sem trylltu lýðinn svo eftirminnilega í fyrra! Miðaverðið eru litlar 3000 krónur, svo dragðu fram seðlaveskið og blankskóna og skelltu þér á alvöru sveitaball!

Helginni líkur síðan á klassísku Pub-quizi á Kaffi Norðurfirði sunnudagskvöldið 31. júlí. Þar mun reyna á eftirstandandi heilasellur í spurningakeppni þar semspurt er um allt milli himins og jarðar! Keppnin hefst klukkan 21.00.

HÉR Í Árneshreppi verður fjörið  um verslunarmannahelgina.
Góða gleði og skemmtun.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Í Simonarpás er aðeins ein stór spíta.
  • Saumaklúbbur á Melum 04-01-2008.
  • Ferðafélagshúsið er rétt fyrir ofan myðja mynd.
  • Frá brunanum.
Vefumsjón