Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 5. september 2009 Prenta

Vestfirðir í sókn, ályktun 54. Fjórðungþings Vestfirðinga.

Frá setningu 54.þings Fjórðungssambands Vestfirðinga.Mynd www.BB.ÍS
Frá setningu 54.þings Fjórðungssambands Vestfirðinga.Mynd www.BB.ÍS
Vestfirðir í sókn

 
54. Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið á Ísafirði, 4.-5. september 2009 skorar á sveitarfélög og stjórnvöld að taka upp náið samstarf um mótun framtíðarsýnar og sóknaráætlunar fyrir Vestfirði.

 

Allt frá stofnun Fjórðungssambands Vestfirðinga fyrir sextíu árum hefur sambandið haldið hagsmunum Vestfirðinga á lofti og ítrekað ályktað um grunnþarfir vestfirskra byggða. Þótt ýmsir stórir áfangar hafi náðst hafa þessar áherslur að mörgu leyti verið hunsaðar af stjórnvöldum, einkum ef litið er til þróunar í öðrum landshlutum. Fjórðungsþing áréttar að enn er svo margt ógert í uppbyggingu á grunnþjónustu í fjórðungnum að það stendur framförum á Vestfjörðum fyrir þrifum. Til að snúa vörn í sókn leggur Fjórðungsþing áherslu á eftirfarandi:

 

Opinber verkefni
Áframhaldandi starfsemi og fjárveitingar til opinberra stofnanna á Vestfjörðum verði tryggðar. Þingið áréttar að þótt oft sé auðveldast að skera niður það sem fjærst er, þá er slíkt ekki alltaf hagkvæmast til lengdar.

 

Samstarfssamningur vestfirskra sveitarfélaga og ríkisins á sviði menningarmála verði framlengdur til tveggja ára með óbreyttri fjárveitingu og óbreyttu starfssvæði. Árangur samningsins verði metinn að gildistíma loknum.

Áframhaldandi rekstur atvinnuþróunarfélaganna verði tryggður og vaxtarsamningar endurnýjaðir.

 
Stjórnvöld beiti sér fyrir því að tryggja áframhaldandi fjármagn til verkefna sem lögð voru til í skýrslu Vestfjarðanefndarinnar sem og í verkefni sem sett voru á laggirnar til mótvægis við samdrátt í þorskveiðum.

 

Tryggja þarf rekstur og ráðgjöf Fjölmenningarseturs til framtíðar en breyttar þjóðfélagsaðstæður geta valdið því að innflytjendur eigi frekar undir högg að sækja á Íslandi og lendi í hópi þeirra sem minnst mega sín.

 

 Lagt er til að skattkerfið og ýmsar ívilnanir verði nýttar sem tæki til jöfnunar búsetuskilyrða milli landshluta líkt og gert er víða um heim.
Nánar frá þinginu hér.Eða á www.fjordungssamband.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Sigursteinn hifir plötur á þak,á þaki eru-Gulli Hrafn og Íngólfur.
  • Storð í Trékyllisvík-06-07-2004.
  • Daníél Sigurðsson-Elsa Gísladóttir og Snati.12-06-2008.
  • Árnesey-06-08-2008.
Vefumsjón