Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 13. maí 2015 Prenta

Vestfirðir í stórsókn.

Grímsey á Steingrímsfirði.
Grímsey á Steingrímsfirði.
1 af 2

Markaðsstofa Vestfjarða ásamt sveitarfélögunum á Vestfjörðum og ferðaþjónustuaðilum á svæðinu eru að fara af stað með stærsta markaðsátak sem sveitarfélögin hafa farið í. Vestfirðingar hafa aldrei verið þekktir fyrir að byrja smátt eða hafa hljótt og það á svo sannarlega við í þessu tilfelli enda er þetta þriggja ára verkefni sem snýr að því að vekja athygli á Vestfjörðum sem áfangastað ferðamanna.

Átakið sem um ræðir er persónustýrt markaðsátak þar sem áhorfandinn getur sett saman sína draumaferð um Vestfirði. Langar þig að slappa af í heitu pottunum í fjörunni á Drangsnesi, horfa fram af Látrarbjargi eða heimsækja tónlistasafnið Melódíur minninganna? Nú getur þú prófað þetta allt saman og meira til.

Þeir sem setja saman og deila sinni draumaferð um Vestfirði á Facebook eru síðan komnir í pott og geta fengið sýna draumaferð uppfyllta. Slíkt er ekki hægt að gera án dyggrar aðstoðar frá frábærum samstarfsaðilum, en auk vestfirskra ferðaþjóna eru með okkur í verkefninu Icelandair, Flugfélag Íslands, Hertz, N1 og Síminn.

Verkefnið er unnið með framleiðsufyrirtækinu Tjarnargatan og hafa þeir eytt síðasta eina og hálfa árinu í undirbúning og tökur um alla Vestfirði. Strákarnir hjá Tjarnargötunni hafa gengið fjöll og firði, ferðast um 9.000 km í tengslum við þetta verkefni og tekið upp 10tb af efni.

Verkefnið er nú orðið aðgengilegt inn á vef Markaðsstofu Vestfjarða www.vestur.is  og hvetjum við alla til að hefjast handar og setja saman sína draumaferð.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Agnes ÍS kominn með allann flotann í tog og siglir fyrir Nestangann.
  • Baðkar komið á sinn stað.01-05-2009.
  • Múlakot í Krossneslandi.
  • Hilmar Hjartarson frá Steinstúni þenur harmonikuna.
  • Séð til Reykjaneshyrnu og Ávíkurnar.
Vefumsjón