Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 19. apríl 2008 Prenta

Vestfirskur húslestur um tvo barnabókahöfunda

Ólöf Jónsdóttir.
Ólöf Jónsdóttir.
Frétt af BB.ÍS.
Vestfirskur húslestur verður í Safnahúsinu í dag.
Vestfirskur húslestur verður í Safnahúsinu á Ísafirði í dag og að þessu sinni verður fjallað um tvo höfunda sem báðir eru þekktir fyrir barnabækur; Böðvar frá Hnífsdal og Ólöfu Jónsdóttur frá Litlu-Ávík. Böðvar frá Hnífsdal fæddist að Tröð í Bolungarvík árið 1906. Hann lauk kennaraprófi árið 1928 og tveimur árum síðar hélt hann til Kaupmannahafnar og síðar til Bretlands í frekara nám. Hann var kennari á Vestfjörðum árin 1928-1930, en kennsla varð hans ævistarf. Hann er þekktastur fyrir barnabækur sínar, t.d. Strákarnir sem struku og Strákar í stórræðum, en hann skrifaði einnig ljóð og leikrit fyrir fullorðna auk smásagna sem birtust í Lesbók Morgunblaðsins auk þess sem hann orti talsvert í Spegilinn undir dulnefni. Böðvar lést árið 1961.

Ólöf Jónsdóttir fæddist í Litlu-Ávík á Ströndum árið 1909. Hún hlaut almenna menntun þess tíma en stundaði síðar nám hjá Námsflokkum Reykjavíkur og var í tilsögn í leiklist hjá Lárusi Pálssyni og Sigurði Skúlasyni. Þá sótti hún tíma í bókmenntafræði við HÍ en lauk ekki formlegu námi þar. Hún var fjölhæfur rithöfundur og eftir hana liggja sögur, ritgerðir og ljóð sem birtust í blöðum, tímaritum og í útvarpi. Margir muna vafalaust eftir henni úr barnatímum útvarpsins en í mörg ár las hún úr barnabókum sínum og annarra í þættinum. Þekktust er hún fyrir unglingabækur sínar en eftir hana liggur ein skáldsaga, Heimsókn, sem kom út árið 1961.

Elfar Logi Hannesson leikari og Jóna Símonía Bjarnadóttir sagnfræðingur sjá um dagskrána sem hefst kl. 14.
thelma@bb.is
Það má bæta því við að Ólöf Jónsdóttir fæddist 22-09-1909 og lést 30-5-1997.
Einnig má geta þess að Jón Guðbjörn Guðjónsson í Litlu-Ávík er bróðursonur Ólafar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Litla-Ávík um miðja síðustu öld.Heyskapur í Stóru-Ávík á Naustavellinum við Ávíkurá.
  • Jóhann Björn-Sólveig (Bía) og Ragna.
  • Ferðafélagshúsið og tjaldsvæðið.
  • Hafísmynd frá Skúla Alexanderssyni: Hafþök af hafís á Reykjarfirði 1965. Myndin er tekin frá Djúpavík.
  • Mynd frá Skúla Alexandersyni: sem hann sendi vefnum af hafísþökum á Reykjarfirði 1965.
Vefumsjón