Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 14. mars 2014 Prenta

Vetrarrúningur.

Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík við snoðklippingu í fyrradag.
Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík við snoðklippingu í fyrradag.
1 af 2
Bændur hafa verið við vetrarrúning eða svonefnda snoðklippingu nú undanfarið. Lítil ull kemur af féinu í þessari klippingu enn verður samt að taka snoðið af. Fyrri rúningur fer fram á haustin þegar fé er tekið inn á gjöf. Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík hefur alltaf getað klippt sitt fé sjálfur og hefur alltaf klippt talsvert á öðrum bæjum gegnum tíðina en er nú hættur því enda komin á sjötugsta og sjötta aldursárið. Nú fer að líða að því seinna í mánuðinum að bændur láti ómskoða til að telja fósturvísa og sjá þá hvað er tvílembt og einlembt og eða hvort gæti verið um þrílembur um að ræða,eða geldar. Bændur segja að það sé gott að fá að vita það fyrirfram.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Naustvík 11-09-2002.
  • Hafís. 13-06-2018
  • Kristján Albertsson bóndi Melum II.
  • Drangar-12-08-2008.
Vefumsjón