Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. desember 2011 Prenta

Vetrarsólstöður - Hvít jól.

Séð til Trékyllisvíkur.
Séð til Trékyllisvíkur.
Í dag eru vetrarsólstöður og þá er stystur sólargangur hér á norðurhveli jarðar og eftir það fer daginn að lengja um eitt hænufet á dag.

Hér á Ströndum er nokkuð öruggt að verði hvít jól. Dálítill snjór er á jörð þótt hiti fari yfir frostmark hluta úr degi nær það ekki til að snjór hverfi,eikur bara svellin og hálkuna en nóg er af henni fyrir. Samkvæmt veðurspá fram í tímann verður nokkuð umhleypingasamt fram til jóla og yfir sjálf jólin. Annars er veðurspáin þessi frá Veðurstofu Íslands: Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun:

Sunnan 3-8 og þurrt. Gengur í austan 10-15 með snjókomu eftir hádegi. Slydda eða rigning og hlánar um kvöldið. Vestan 15-23 í nótt, lægir á morgun. Veðurhorfur næstu daga:  Á föstudag (Þorláksmessa):
Vestan og suðvestan 8-15 m/s og él, en léttir til A-lands. Vaxandi sunnanátt með slyddu eða snjókomu S- og V-til um kvöldið. Frost yfirleitt 0 til 5 stig.
Á laugardag (aðfangadagur jóla):
Suðvestan 15-20 m/s og slydda eða rigning en norðvestlæg átt 13-18 og snjókoma NV- til. Heldur hægari suðvestlæg átt S- til síðdegis með éljum, einkum V-til, en norðvestan 10-15 og snjókoma norðanlands um kvöldið. Vægt frost.
Á sunnudag (jóladagur):
Suðvestanátt og él, en bjartviðri á NA- og A-landi. Frost 2 til 10 stig, mildast við suður ströndina.
Á mánudag (annar í jólum):
Suðvestanátt S- til og él, einkum við ströndina en N- læg átt N- til. Éljagangur NV- til en bjartviðri á NA- og A- landi. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag:
N- læg átt og bjartviðri, en dálítil él N- til. Kalt í veðri.

Athugasemdir

Atburðir

« 2022 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Einingarnar hífðar úr gámunum.14-10-08.
  • Drangavík 18-04-2008.
  • Borgarísjaki Vestur af Sæluskeri. 27-08-2018.
  • Seljanes og Ófeigsfjörður 15-03-2005.
  • Edda við að sparsla og pússa.20-04-2009.
Vefumsjón