Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. júlí 2004 Prenta

Víða sett upp skylti á sögulegum stöðum.

Sigursteinn og Valgeir við stauraskyltið
Sigursteinn og Valgeir við stauraskyltið
1 af 2
Nú í ár eins og í fyrra er verið að setja upp skylti sem vísa á og leiðbeina fólki á sögulega staði hér í hreppnum.Nú í dag setti Valgeir Benidiktsson þúsunþjalasmiður í Árnesi upp rekaviðarstaur sem í var skorið fyrir skilti sem segir frá Dugguholu og Þórðarhellir í Litlu-Ávíkulandi.
Dugguhola er hellisskúti sem sjór stendur upp í.Í brimi þá brýtur upp í hellinn og sjórinn lokar inni loft undir miklum þrýstingi sem síðan brýst út með dunum og dynkjum.Þjóðsagan segir að göng liggi úr Mýrarhnjúksþúfu undir Reykjaneshyrnu og út um Dugguholu.Tröllkona ein á að renna færi sínu niður um þessi göng og veiða fisk.
Þórðarhellir er lítill hellir í hömrum undir Reykjaneshyrnu.Í honum er sagt að sakamaður einn,Þórður að nafni hafi hafst þar við.Ein sagan seygir að það hafi verið Þórður sá sem brenndur var 1654 í Kistu og að hann hafi losað sig á bálkestinum og leyndst með reyknum í burtu.
Það tekur 2 til 3 klst.Að ganga alla leið í Þórðarhelli og til baka.
Svona er víða búið að setja upp skilti til upplýsinga fyrir ferðafólk,Landverd hefur drifið þetta áfram og Ferðamálaráð Vestfjarða með merkingar á þessum gönguleðum og við heimamenn.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Maí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Bær í Trékyllisvík-19-08-2004.
  • Melar I og II.
  • Séð yfir Norðurfjörð.
Vefumsjón