Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 23. janúar 2018 Prenta

Viðbótargreiðsla til sauðfjárbænda v. svæðisbundins stuðnings.

Sauðfjárbændur fengu greytt þann 19 janúar.
Sauðfjárbændur fengu greytt þann 19 janúar.

Fréttatilkynning frá Matvælastofnun Mast.

Sauðfjárbændur sem voru rétthafar svæðisbundins stuðnings árið 2017 fengu á dögunuum greidda viðbótargreiðslu vegna svæðisbundins stuðnings í samræmi við ákvörðun stjórnvalda um stuðning við sauðfjárbændur.

Um er að ræða annan hluta aðgerða stjórnvalda af tveimur í samræmi við bráðabirgðaákvæði reglugerðar nr. 1183/2017 um stuðning við sauðfjárrækt.

Til þessa verkefnisins er varið 150 milljónum króna samkvæmt fjáraukalögum 2017.

Greiðsla til hvers sauðfjárbús sem uppfyllir skilyrði fyrir greiðslu svæðisbundins stuðnings er 402.684 kr. og til bænda í Árneshreppi, Strandahreppi,(Þetta hlýtur að eiga að vera í Strandasýslu) er 503.355 kr. (25% álag).

Alls nutu 371 sauðfjárbú þessa stuðnings.

Matvælastofnun stefnir að því í næstu viku að greiða síðari hluta þessa stuðnings stjórnvalda að upphæð 400 milljónir kr. sem snýr að greiðslu fyrir innlagt dilkakjöt á framleiðsluárinu 2017 til að draga úr kjaraskerðingu sauðfjárbænda.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Unnið í minni sperrum og rétt af.06-11-08.
  • Sement sett í.06-09-08.
  • Kaupfélagshúsið-Íbúðir- Reykjaneshyrna í baksýn. Mynd 20-02-2017.
  • Allt sett í stóra holu.
  • Borgarísjaki 15 til 18 km NNA af Liltu-Ávík 29-09-2002.
Vefumsjón