Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. janúar 2014 Prenta

Viðgerðarmenn snéru frá á Trékyllisheiði.

Mynd/kort frá Eysteini hjá OV.Hólmavík.
Mynd/kort frá Eysteini hjá OV.Hólmavík.

Viðgerðarmenn sem fóru upp á Trékyllisheiði í morgun urðu frá að hverfa vegna veðurs. Beðið verður með að fara upp aftur, þar til veður skánar.
Straumlaust er í Kollafirði og Bitrufirði. Vitað er að línan er óslitin. en rofi tollir ekki inni, líklega eru þetta salttruflanir. Viðgerðarmenn eru að skoða línuna. Óvíst er að reynt verði að fara á heiðina aftur í kvöld þótt veður lægi eitthvað í bili, en síðan á að hvessa aftur samkvæmt veðurspá. Það var svarta bilur á heiðinni. Á meðfylgjandi mynd/korti frá Orkubúinu á Hólmavík sést hvar bilunin er,í rauðleita hringnum í svonefndum Sprengibrekkum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • SV hlið eldhúsmegin,SV hlið lokið.18-12-2008.
  • Suðri í miklum ís á austurleið.
  • Járnabinding er komin í grunn.29-09-08.
  • Flugstöðin Gjögurflugvelli.
  • Samúel tekur lagið við undirleik Hilmars.
Vefumsjón