Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. júní 2010 Prenta

Viðvörun frá Símanum.

Athugið vel sem eru með tölvupóst sem endar á simnet.is
Athugið vel sem eru með tölvupóst sem endar á simnet.is
Kæri viðskiptavinur.

Síminn hefur orðið var við að erlendur óprúttinn aðili sé með ólögmætum hætti að reyna að komast yfir lykilorð viðskiptavina okkar sem eru með netföng með endinguna simnet.is.

Þessi aðili er að senda póst í nafni Símans, (helpdesk@simnet.is) og á að svara honum á netfangið verification_2010@w.cn

Skilaboðin í póstinum, sem er á illa þýddri íslensku, eru þau að viðskiptavinurinn eigi að svara póstinum með upplýsingum um lykilorðið að netfanginu.

Þessi póstur er EKKI frá Símanum kominn. ALLS EKKI fara eftir þessum skilaboðum. Þeir sem slysast til að gefa upplýsingar um lykilorðið verða við fyrsta tækifæri að breyta lykilorði sínu að tölvupóstinum. Hægt er að breyta því með því að fara á www.siminn.is - Internet - Vefpóstur, eða með því að smella hér: https://thjonustuvefur.siminn.is/internet/lykilord/breyta.jsp

Innihald póstsins lítur svona út:

Ágæti simnet.is Áskrifandi,
Til að klára SIMNET.IS reikning þinn verður þú að svara
þessu bréfi þegar í stað og slá inn lykilorðið þitt hér
(**********)
Bilun á að gera þetta strax við bakið á tölvupóstinn þinn
Heimilisfang óvirkur frá gagnagrunni okkar.

Þú getur einnig staðfesta netfangið þitt með því að skrá þig inn

SIMNET.IS reikninginn á https: / / mail.simnet.is
Þakka þér fyrir að nota SIMNET.IS!

THE SIMNET.IS TEAM
***********************************************
Copyright (c) 2010
***********************************************
Vonast er til að tölvupósturinn frá þessum óprúttna aðila valdi ekki vandræðum.

Kveðja,
Starfsfólk Símans

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Unnið við klæðningu á milli sperra.08-11-08.
  • Allir fara í kaffi og mat í Bæ hjá Guðbjörgu.
  • Lokað þak inni.12-11-08.
  • Reukjaneshyrna séð frá Krossnesi 08-12-2008.
Vefumsjón