Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 23. desember 2011 Prenta

Viðvörun frá Veðurstofunni vegna veðurs á aðfangadag.

Á Vestfjörðum er spáð norðan hvassviðri og snjókomu fram yfir hádegi.
Á Vestfjörðum er spáð norðan hvassviðri og snjókomu fram yfir hádegi.

Vakin er athygli á tilkynningu frá Veðurstofu Íslands vegna slæmrar veðurspár fyrir allt land á aðfangadag jóla.

Lægð er spáð upp að landinu í nótt. Hún dýpkar hratt og veldur sunnan hvassviðri og rigningu sunnantil snemma morguns en slyddu eða snjókomu til fjalla.
Á Vestfjörðum er spáð norðan hvassviðri og snjókomu fram yfir hádegi.

Lægðin gengur norðaustur yfir land og síðdegis er spáð norðvestan stormi með snjókomu á austurhluta landsins. Vindhraði gæti þar farið upp í 23-28 m/s og hviður yfir 40 m/s um og eftir kl. 18.
Landsmönnum er bent á að athuga vel bæði færð, veður og veðurspá áður en þeir leggja í ferðalög á milli landshluta því færð spillist mjög fljótt í veðri sem þessu.

Ljóst er að veður verður slæmt í öllum landshlutum á mismunandi tíma á morgun, og nauðsynlegt að gæta varúðar.

Nýjustu upplýsingar um veður og færð er að finna á heimasíðum Veðurstofunnar (www.vedur.is) og Vegagerðarinnar (www.vegagerdin.is)

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Gunnar Njálsson-Gestur Sveinbjörnsson og Áslaug Guðmundsdóttir.
  • Finnbogastaðaskóli.23-01-2012.
  • Bátar í Litlu-Ávík.
  • Krisján Guðmundsson komin með gröfuna til að grafa fyrir Orkubúið inntak.12-11-08.
  • Hafís í Trékyllisvík og séð til Norðurfjarðar.
  • Bara moldarhaugur þar sem húsið var.19-06-2008.
Vefumsjón