Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. október 2011 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 10. til 17. okt. 2011.

Fjögur umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar í liðinni viku.
Fjögur umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar í liðinni viku.

Í liðinni viku voru fjögur umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum. Fimmtudaginn 12. okt. urðu tvö óhöpp, það fyrra varð á Flateyrarvegi, þar hafnaði bifreið út fyrir veg, ekki slys á fólki og ekki miklar skemmdir á bílnum. Þann sama dag var ekið á tengikassa frá Orkubúinu á Hólmavík og daginn eftir var aftur ekið á tengikassa, í báðum þessum tilfellum urðu skemmdir á viðkomandi tengikössum.  Þá varð minniháttar óhapp á Ísafirði þann 14. okt, þar var bakkað á bifreið.

Færð á vegum síðustu daga hefur ekki verið góð og fjallsvegir illfærir, um liðna helgi varð Hrafnseyrarheiði ófær vegna snjóflóða og þurftu björgunarsveitarmenn frá Þingeyri að fara vegfarendum á Hrafnseyrarheiði til aðstoðar. Þá þurftu björgunarsveitarmenn frá Barðaströnd að fara vegfarendum, sem voru í vandræðum á Klettshálsi, til aðstoðar og komu fólkinu til byggða.

Enn og aftur vill lögregla benda  vegfarendum á að kynna sér aðstæður áður en lagt er í langferð á þessum tíma árs, þegar allra veðra er von, kynna sér veðurspá og færð áður en lagt er af stað. Í þessu sambandi má benda á upplýsingasíma Vegagerðarinnar 1777/1779,  þar geta vegfarendur fengið upplýsingar um færð og veður.

Þá vill lögregla benda eigendum/umráðamönnum ökutækja á að búa bifreiðar sína eftir aðstæðum, huga að dekkja og ljósabúnaði áður en lagt er af stað í langferðir.Segir í frétt frá lögreglunni.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Axelshús Gjögri-05-07-2004.
  • Gunnar Njálsson-Gestur Sveinbjörnsson og Áslaug Guðmundsdóttir.
  • Veghefill við mokstur 07-04-2009.
  • Íshrafl í Ávíkinni 18-12-2010.
  • Munaðarnes 15-03-2005.
Vefumsjón