Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. janúar 2009 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 12 til 18 janúar 2009.

Í síðastliðinni viku var umferðarátak  á öllum þéttbýlisstöðum á Vestfjörðum og verður því haldið áfram næstu vikur.  Margir ökumenn hafa verið stöðvaðir og nokkrir aðilar kærðir fyrir notkun á farsíma við akstur og að nota ekki öryggisbelti öryggisbeltanotkun.  Þá var einn ökumaður kærður fyrir meinta ölvun við akstur og afskipti höfð af einum aðila vegna fíkniefnamisnotkunar.   Þrjú umferðaróhöpp urðu í umdæminu í vikunni, talsvert eignartjón en meiðsli ekki teljandi.  Helgin var nokkuð róleg  en talsverð ölvun.

Lögregla þurfti að aðstoða vegfarendur á Þorskafjarðarheiði þar sem ökumaður hafði fest bíl sinn í snjó og hafði sá farið á heiðina þrátt fyrir að hún væri auglýst lokuð.  Lögregla kallaði út björgunarsveit ökumanni þessum til aðstoðar.  Þá kallaði lögregla einnig út björgunarsveit til að aðstoða ökumann á Klettshálsi, vegna veðurs og færðar. 

Lögregla vill brýna fyrir vegfarendum að kynna sér ástand og færð áður en lagt er af stað á þessum árstíma og alls ekki að leggja á þá fjallvegi sem auglýstir eru lokaðir.  Þá vill lögregla beina því til foreldra og forráðamanna barna og unglinga að nota endurskinsmerki og yfir höfðuð að allir noti endurskynsmerki.

Lögregla vill benda á að víða í þéttbýlisstöðum á Vestfjörðum eru gangstéttir ófullkomnar því þurfa gangandi vegfarendur að ganga á akbrautum og ökumenn og gangandi vegfarendur að taka tillit til hvors annars.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Veiga í Íngólfsfirði talar við ferðahópinn.
  • Borgarísjaki ca 4 til 5 km NA af Gjögurflugvelli 13-01-2005.
  • Stór borgarísjaki ca 8 km A af Gjögurflugvelli 19-09-2004.
  • Gjögur-05-07-2004.
Vefumsjón