Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. nóvember 2009 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 16. nov til 23. nov 2009.

Frekar tíðindalítil vika hjá lögreglunni á Vestfjörðum.
Frekar tíðindalítil vika hjá lögreglunni á Vestfjörðum.

S.l. vika var frekar tíðindalítil hjá lögreglunni á Vestfjörðum.  Tilkynnt var um eitt umferðaróhapp minniháttar í Dyrafirði, tjón á ökutækjum og ekki slys á fólki.  Lögregla fylgdist með ástandi ökutækja og ræddi við nokkra aðila vegna öryggisbúnaðar ljósa og fl. og var þeim gert að lagfæra það sem áfátt var.  Lögregla heldur áfram eftirliti sínum við grunnskóla og leikskóla umdæmisins og vill koma því á framfæri að ökumenn sjái til þess að farþegar þeirra noti viðeigandi öryggisbúnað í bifreiðum sínum.  Í vikunni var tilkynnt um þjófnað á vinnuljósum af tæki vegagerðarinnar sem stóð við gatnamótin á Vestfjarðavegi þar sem ekið er út að Núpi í Dyrafirði.  Þjófnaðurinn átti sér stað á tímabilinu frá 5 nov. til 11 nov. s.l.   Ef einhverjir hafa upplýsingar  vegna þessa þjófnaðar hafi þá samband við lögregluna á Vestfjörðum, varðstofa Ísafirði  sími 450-3730.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Október »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Þessi eining komin á sinn stað.27-10-08.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • 28-12-2010.Borgarísjakinn sem sést hefur frá Litlu-Ávík hefur nú færst austar og er nú ca 15 km NNA af Reykjaneshyrnu.
  • Það stærsta og besta af viðnum verður tekinn.
  • Borgarísjaki vestan við Sælusker, 19-06-2018.
Vefumsjón