Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. apríl 2012 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 16.til 23.apríl 2012.

Tvö minniháttar umferðaróhöpp urðu í liðinni viku í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.
Tvö minniháttar umferðaróhöpp urðu í liðinni viku í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.

Tvö minniháttar umferðaróhöpp urðu í liðinni viku í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum. Miðvikudaginn 18. apríl var tilkynnt um tvo minniháttar óhöpp, annað á bifriðarplani við Samkaup á Ísafirði, þar var bakkað utan í bifreið og hitt óhappið varð á Djúpvegi (Steingrímsfjarðarheiði),þar hafnaði bifreið utan vegnar og valt. Í báðum þessum tilfellum var ekki um slys á fólki að ræða og minniháttar skemmdir. Fimm ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni í og við Ísafjarðarbæ, sá sem hraðast ók var mældur á 127 km/klst., á Hnífsdalsvegi þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Vart þarf að geta þess að þessi hraði á Hnífsdalsvegi er langt fyrir ofan allt velsæmi og vill lögreglan hvetja menn til að virða hraðatakmörkin og taka tillit til annarra vegfaranda. Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um fíkniefnaakstur um helgina. Skemmtanahald gekk nokkuð vel fyrir sig í umdæminu um liðna helgi og án teljandi afskipta lögreglu, þó var tilkynnt um tvær minni háttar líkamsárásir og eru þær í rannsókn.  

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Bílskúrseining sett á sinn stað.28-10-08.
  • úr eldhúsi,matur borinn fram.
  • Hafísfrétt frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Lítill borgarísjaki er um 10 KM NNA af stöðinni, eða 6 KM austur af Sæluskeri.
Vefumsjón