Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 26. maí 2010 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 17 maí til 23.maí 2010.

Tuttugu og einn voru teknir fyrir of hraðan akstur í nágrenni Hólmavíkur.
Tuttugu og einn voru teknir fyrir of hraðan akstur í nágrenni Hólmavíkur.
Um Hvítasunnuhelgina var nokkuð mikil umferð um þjóðvegina í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum og margir á ferli.Kvikmyndahátíð var haldin á Patreksfirði um helgina og fylgdu henni margir gestir.Dansleikjahald í umdæminu um helgina gekk vel fyrir sig, þó var ein líkamsárás tilkynnt til lögreglu, varðstöð á Ísafirði.

Þrjú minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu, þar af var útafakstur á Holtavörðuheiðinni. Eitthvert tjón var á ökutækjum en engin slys á fólki.

22 ökumenn voru stöðvaður fyrir of hraðan akstur, þar af var einn stöðvaður innan bæjar á Ísafirði, en 21 í nágrenni við Hólmavík.Sá sem hraðast ók, var mældur á 114 km/klst, þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.

Seinni partinn á sunnudag var tilkynnt um sinubruna í Tálknafirði,nánar tiltekið rétt innan við bæinn, um var að ræða talsvert mikinn sinubruna og urðu einhverjar skemmdir á gróðri, en á þeim stað þar sem brann var búið að planta þó nokkru að trjám.Slökkviliði Vesturbyggðar og Tálknafjaðar gekk greiðlega að slökkva.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Úr Sætrakleyf eftir mokstur.Kristján á ýtunni varð að byrja uppá klettabeltinu til að byrja að moka þar niðrá veg.07-04-2009.
  • Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir útibústjóri útibús. ksn og  póstmeistari skálar við Jón Guðbjörn sextugann.
  • Gjögur-05-07-2004.
  • Þá er síðasti flotinn fundinn út af Nestanganum.
Vefumsjón