Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 25. febrúar 2013 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 18. til 25. febrúar 2013.

Í vikunni sem leið voru alls 10 ökumenn kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða.
Í vikunni sem leið voru alls 10 ökumenn kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða.
Í vikunni var lögreglunni tilkynnt um tvö umferðaróhöpp en þau voru bæði af svipuðum toga. Annað þeirra mun hafa orðið á Klettshálsi þann 19. febrúar. En þá var bifreið ekið yfir grjót sem reyndist á veginum og varð bifreiðin óökufær á eftir. Hitt óhappið mun hafa orðið í Tungudal,skammt fyrir neðan jarðgangaopið,þann 20. febrúar. En þá var fólksbifreið ekið yfir grjót sem var á veginum og við það skemmdist undirvagn bifreiðarinnar og varð hún óökufær eftir atvikið. Svo virðist sem auðir vegir hafi haft þau áhrif að ökumenn auki hraðan. En í vikunni sem leið voru alls 10 ökumenn kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða. Þessi atvik voru öll í Skutulsfirði og sá sem hraðast ók mældist á 102 km,hraða þar sem aðeins má aka á 80.

Þá var lögð áhersla á að fylgjast með hegðun ökumanna á gatnamótum þar sem stöðvunarskylda er. Við það eftirlit hafði lögreglan afskipti af 13 ökumönnum sem ekki virtu stöðvunarskyldu og mega þeir eiga von á sektum fyrir vikið.

Höfð voru afskipti af tveimur ökumönnum sem töluðu í farsíma án handfrjáls búnaðar. Þeir mega búast við sekt sem nemur krónum 5.000.-

Þrír ökumenn voru kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti í liðinni viku.

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur slitlag vegarins í Ísafjarðardjúpi orðið fyrir skemmdum og veldur þetta ákveðinni hættu. Ökumenn eru hvattir til að fara gætilega við þessar aðstæður.

Þá eru ökumenn hvattir til að haga akstri sínum í samræmi við lög og reglugerðir,allt í þágu umferðaröryggis. Eins sparar það viðkomandi fjárútlát,enda sektir við umferðarlagabrotum háar.

Þorrablót voru haldin á nokkrum stöðum í umdæminu um helgina og fór það skemmtanahald vel fram.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Finnbogastaðir 1938-2008.Húsið brann til kaldra kola 16 júní 2008.
  • Ólafur Thorarensen og Njáll Gunnarsson.
  • Saumaklúbbur á Melum 04-01-2008.
  • Hafísjaki 6 KM vestur af Sæluskeri. 27-08-2018
Vefumsjón