Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 18. til 25 janúar 2009.
Í vikunni sem var að líða var umferðarátaki lögreglunnar á Vestfjörðum haldið áfram og mörg ökutæki stöðvuð og rætt við ökumenn. Nokkrir aðilar voru kærðir fyrir að tala í síma við akstur. Lögregla vill benda ökumönnum á þá hættu sem er því samfara að tala í síma og aka um leið og ítrekar við ökumenn að nota viðeigandi búnað. Nokkrir ökumenn áminntur fyrir ljósabúnað. Þá vill lögregla benda gangandi vegfarendum á að nota endurskinsmerki.
Fjögur umferðaróhöpp voru í umdæminu. Flutningabíll valt sunnan við Hólmavík, ekki slys á fólki. Þá fór fólksbíll út af veginum á Kirkjubólshlíð og hafnaði niður í fjöru. Þrír voru í bílnum og sluppu þeir ómeiddir. Tvö önnur minni háttar óhöpp urðu. Lögregla vill benda vegfarendum á að akstursskilyrði er mjög misjöfn og breytast hratt í umhleypingum þeim sem núna eru.
Lögregla vill benda foreldrum og forráðamönnum barna á að nota þann öryggisbúnað sem þarf fyrir ung börn í bílum, en talsvert er um að þegar komið er með börn á leikskólana að börnin séu laus í bílnunum.