Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 30. ágúst 2011 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 22. til 29. ágúst 2011.

Ein bílvelta varð í Árneshreppi í liðinni viku.
Ein bílvelta varð í Árneshreppi í liðinni viku.
Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku. Mánudaginn 22. ágúst varð bílvelta á Strandavegi norðan við Djúpavík. Þar hafnaði bifreið á hvolfi, eftir að ökumaður missti vald á henni í lausamöl, þar voru erlendir ferðamenn  á ferð. Ekki var um slys á fólki að ræða, en bifreiðin óökuhæf og flutt af vettvangi með krana.

Miðvikudaginn 24. ágúst hafnaði bifreið út fyrir veg á þjóðvegi nr. 63, Bíldudalsvegi á Trostansfjarðarfjalli.  Þar voru erlendir ferðamenn á ferð og missti ökumaður stjórn á bifreiðinni  í lausamöl.  Ökumaður og farþegi sluppu á meiðsla, en bifreiðin var óökuhæf eftir og flutt af vettvangi með krana.

Tvö önnur minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt, bæði á Ísafirði og var um minniháttar skemmdir að ræða í þeim tilfellum.

Fimm ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur  í vikunni, allir í nágreni við Ísafjörð og sá sem hraðast ók, var mældur á 111 km/klst., þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.

Í vikunni sem var að líða hefur lögreglan verið að fylgjast með lagningu ökutækja og voru nokkrir ökumenn/umráðamenn ökutækja kærðir vegna rangrar lagningar.  Fylgst verður með lagningu ökutækja á næstunni og mega menn eiga von á því þeir verði kærðir, ef menn fara ekki eftir   þeim reglum sem í gildi eru um lagningu ökutækja.

Eitthvað hefur borið á því að ljósabúnaði ökutækja væri ábótavant, því vill lögregla beina því til ökumann/umráðamanna bifreiða sinna að kanna með ljósabúnað og lagfæra það sem í ólagi kann að vera, lögregla mun fylgjast með þessu á næstunni.

Skemmtanahald í umdæminu um liðna helgi gekk nokkuð vel fyrir sig og án teljandi afskipa lögreglu, þó var tilkynnt um eina líkamsárás.Segir í fréttatilkynningu lögreglu á Vestfjörðum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Naustvík 11-09-2002.
  • Frá snjómoksri inn með Reykjarfirði.
  • Tekin grunnur 22-08-08.
  • Njáll Gunnarsson og Gunnsteinn Gíslason.
  • Búið að klæða útskotið þar sem eldhúsið er.03-12-2008.
  • 29-12-2010.Borgarísjakinn Jóli ca 8km A af Reykjaneshyrnu.Myndin tekin á Reykjanesi.
Vefumsjón