Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. desember 2011 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 28. nóv. til 5.des. 2011.

6 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku.
6 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku.

6 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku.

Þriðjudaginn 29. nóv., varð minniháttar óhapp við Seljalandsveg á Ísafirði, ekki miklar skemmdir á ökutækjum.  Miðvikudaginn 30 .nóv., varð minniháttar óhapp á Hólmavík, þar var bakkað utan í bifreið, ekki miklar skemmdir á ökutækjum. Sama dag varð bílvelta á Gemlufallsheiðinni, ekki slys á fólki, en einhverjar skemmdir á ökutæki.  Fimmtudaginn 1. des., varð útafakstur á Djúpvegi við Óshlíðargöng, einhverjar skemmdir á ökutæki, en ekki slys á fólki.  Sunnudaginn 4. des., urðu tvö óhöpp við Hólmavík, það fyrra varð á Djúpvegi skammt sunnan við Hólmavík, þar hafnaði bifreið á hvolfi út fyrir veg, ökumaður og tveir farþegar hans voru fluttir á Heilsugæslustöðina á Hólmavík til skoðunar, meiðsli reyndust sem betur fer minni háttar. Bifreiðin óökuhæf.  Seinna óhappið þann dag varð  á brúnni við Broddadalsá, þar hafnaði bifreið á brúarstólpa, bifreiðin óökuhæf, ökumaður og farþegi sluppu án meiðsla.

Talsverður erill var hjá lögreglu vegna skemmtanahalds í umdæminu um liðna helgi, tvær  líkamsárásir voru kærðar til lögreglu og er málin í rannsókn, þá var einn ökumaður stöðvaður og  grunaður um akstur undir áhrifum lyfja.

Færð á fjallvegum  í umdæminu  hefur verið erfið á köflum í vikunni og í tvígang hefur þurft að kalla til björgunarsveitir vegfarendum til aðstoðar, í fyrra skiptið mánudaginn 29. nóv., þá fór björgunarsveitin á Barðaströnd suður á Klettsháls til að aðstoða þar ökumann og koma honum til byggða og í seinna skiptið sunnudaginn 4. des., var björgunarsveitin Blakkur á Patreksfirði kölluð út til aðstoðar vegfaranda á Kleifaheiði.

Lögregla vill að gefnu tilefni hvetja ökumenn sem eru á ferðinni um fjallvegi að kynna sér upplýsingar um færð og ástand vegna og veðurspá áður en lagt er í langferð á þessum tíma árs, því færð og veður geta verið fljót að breytast.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Búið að setja flotefni í öll gólf í herbergjum.04-04-2009.
  • Naustvík 17-08-2008.
  • Axelshús Gjögri-05-07-2004.
Vefumsjón