Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 7. mars 2011 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 28.feb.til 7 mars.2011.

Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í síðustu viku.
Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í síðustu viku.
Föstudaginn 4. mars., fann lögreglan á Vestfjörðum tæp 70 grömm af kannabisefnum. Efnið fannst við húsleit sem lögreglan framkvæmdi í húsi einu á Ísafirði. Ungur maður var handtekinn í þágu rannsóknar málsins. Hann hefur viðurkennt að hafa átt efnið og ætlað það til dreifingar á svæðinu.  Manninum var sleppt að yfirheyrslum loknum í gærkveldi, enda telst málið upplýst. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglunnar vegna fíkniefnamála. Fíkniefnaleitarhundurinn á Vestfjörðum, Dollar, var notaður við fíkniefnaleitina.

Lögreglan hvetur alla þá sem búa yfir upplýsingum eða grunsemdum um fíkniefnameðhöndlun um að koma þeim á framfæri.  Það er hægt að gera í síma 450 3730 (upplýsingasími lögreglunnar á Vestfjörðum) eða í síma 800 5005 (talhólf lögreglu og tollgæslu á landsvísu varðandi fíkniefnaupplýsingar). Fullrar nafnleyndar er heitið.

Umferð í umdæminu var með rólegra móti í liðinni viku, þó voru tveir ökumenn stöðvaðir fyrir of harðan akstur, annar á Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði, en hinn á Vestfjarðarvegi í Önundarfirði.

Fjögur umferðaróhöpp voru  tilkynnt til lögreglu í vikunni, þrjú á Ísafirði. Tvö minniháttar óhöpp og eitt með þeim hætti að bifreið hafnaði á húsi, hafði runnið aftur á bak. Í þessum tilfellum var ekki um mikið eignartjón að ræða og ekki slys á fólki.  Þriðjudaginn 1. mars hafnaði pallbíll út af veginum um Ragnadalshlíð. Bifreiðin hafnaði upp fyrir veg og valt eina veltu. Ökumaður var fluttur með sjúkrabíl á Heilsugæslustöðina á Patreksfirði til skoðunar.  Bifreiðin var óökuhæf og flutt af vettvangi með kranabíl. Aðstæður á vettvangi er þannig þar sem óhappið átti sér stað að, mjög bratt er niður hlíðina og ef bifreiðin hafði farið fram af, hefði getað orðið mjög alvarlegt slys.  Hálka var á veginum.

Skemmtanahald í umdæminu um liðna helgi fór vel fram og án teljandi afskipta lögreglu.
Segir í fréttatilkynningu frá lögreglu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2021 »
« Október »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Finnbogastaðir brenna,16-06-2008.
  • Við Litlu-Ávík 15-03-2005.
  • Sigursteinn hifir plötur á þak,á þaki eru-Gulli Hrafn og Íngólfur.
  • Jóhann Björn-Sólveig (Bía) og Ragna.
  • Frá Gjögri sést til Grænhóls-Víganes og Kjörvogs.
Vefumsjón