Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. apríl 2010 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 29. mars til 5. apríl 2010.

Fjörutíu og einn ökumaður var tekin fyrir of hraðan akstur.
Fjörutíu og einn ökumaður var tekin fyrir of hraðan akstur.

Talsverður erill var hjá lögreglunni á Vestfjörðum um páskana.Fjölmenni var samankomið á Ísafirði vegna rokkhátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem er hluti skíðavikunnar.Lögregla þurfi að hafa afskipti af nokkrum aðilum vegna stimpinga í og við veitingahús á Ísafirði,talsverð ölvun var á svæðinu.Á öðrum stöðum í umdæminu gekk skemmtanahald nokkuð vel fyrir sig og án teljandi afskipta lögreglu.

Mikil umferð var vestur vegna hátíðanna og gekk hún nokkuð áfallalaus fyrir sig að öðru leiti en því að 41 ökumaður var tekin fyrir of hraðan akstur,19 ökumenn voru stöðvaðir vegna hraðakstur í nágrenni Hólmavíkur og 20 stöðvaðir á Ísafirði og í nágrenni,þá voru tveir stöðvaðir í nágrenni Patreksfjarðar.Sá sem hraðast ók,var mældur á 126 km/klst þar sem 90 km/klst. er leyfður.Nokkuð var um að lögreglan þyrfti að aðstoða ökumenn vegna ófærðar,eldsneytisleysis og annarra orsaka.

5 ökumenn voru teknir fyrir grun um ölvun við akstur á Ísafirði.1 ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

10 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu og voru þau flest minniháttar og án slysa,að öðru leiti gekk umferð nokkuð vel fyrir sig.Klukkan 00:49 sunnudaginn 04. apríl var tilkynnt um slys á Drangajökli er tveim sleðum var ekið  fram af hengju.Annar ökumanna slasaðist,en áverkar hans reyndust minni háttar.Náðu björgunarsveitarmenn úr Dagrenningu á Hólmavík í mennina og sleðana.

Ein líkamsárás var tilkynnt til lögreglu, var um mjög grófa líkamsárás að ræða.Árásin átti sér stað í heimahúsi á Ísafirði, aðfaranótt föstudagsins langa.Var einn aðili úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins fram á mánudag 5 apríl.Málið telst upplýst.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Guðbrandur við smíðar.04-04-2009.
  • Allt sett í stóra holu.
  • Fell-06-07-2004.
  • Gamla bryggjan á Norðurfirði og ís.
  • Ásdís Thoroddsen bílstjóri og fararstjóri ásamt 11 erlendum ferðamönnum og Sigursteini í Litlu-Ávík.07-07-2011.
  • Ferðafélagshúsið og tjaldsvæðið.
Vefumsjón