Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. mars 2009 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 2. mars til 9. mars 2009.

Mynd Lögreglan .is.
Mynd Lögreglan .is.

Í síðastliðinni viku urðu 6 umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.  Miðvikudaginn 4. mars varð minniháttar umferðaróhapp á Ísafirði, sem rekja má til ófærðar og einnig á fimmtudag þar sem bakkað var á bíl á Ísafirði.  laugardaginn 7. mars varð bílvelta í tungudal í Skutulsfirði, þar hafnaði jeppi út fyrir veg og má rekja óhappið til aðstæðna, blint og hálka á vegi.  Tvö önnur umferðaróhöpp urðu einnig á þessum sólahring.  Í Tálknafirði rann mannlaus bíll úr bílastæði við hús við Móatún, rann yfir götuna og hafnaði úti í móa.  Engan sakaði og óverulegar skemmdir á bílnum.  Þá hafnaði bíll utanvegar í Álftafirði, engin slys á fólki og bíllinn lítið skemmdur.  Kl. 19:15 á sunnudag 8. mars  var tilkynnt til lögreglu um bílveltu í Ennishálsi á Ströndum, þar valt flutningabíll á hliðina og lokaði veginum, veður og aðstæður mjög slæmar á vettvangi.  Björgunarsveit kom þar til aðstoðar og þurfti að fá kranabíla úr Reykjavík til að koma bílnum á hjólin aftur og var því verki ekki lokið fyrr en um kl. 06:00 í morgun, mánudaginn 9. mars.  Eins og áður sagði var vegurinn lokaður að mestu, en jeppar gátu komist fram hjá vettvangi, en umferð var ekki mikil vegna færðar og veðurs.

Mánudaginn 2. mars voru fjögur hús rýmd í Bolungarvík og 14 manns fluttu úr húsum sínum.  Talin var veruleg snjóflóðahætta á reit 4, samkvæmt rýmingarkorti fyrir bæinn, veður fór verulega versnandi.  Þá var Óshlíðinni lokað vegna snjóflóðahættu og ekkert ferðaveður á svæðinu.

Á þriðjudag var veður mjög leiðinlegt á norðanverðum Vestfjörðum og þurfti lögregla og björgunarsveitir að aðstoða vegfarendur, bæði þá sem fastir voru í bílum sínum og einnig að koma fólki til vinnu.  Þá var umferð um Skutulsfjarðarbraut takmörkuð á tímabili á þriðjudag og var bílum hleypt í hollum eftir brautinni og fylgst með, en talin var talsverð sjóflóðahætta á svæðinu.   Rýmingu og hættuástandi  var ekki aflýst fyrr en miðvikudaginn 4. mars, þá fékk fólk að snú til síns heima aftur.  Á fimmtudaginn 5. mars voru starfsmenn Funa á Ísafirði beðnir að hafa varan á sér þar sem menn höfðu áhyggjur af því að snjóalög ofan við Funa væru ótrygg.  Það má segja að lögregla og björgunarsveitir hafi haft í nógu að snúast fyrri part vikunnar, vegna veðurs og snjóflóðahættu, aðstoða vegfarendur og íbúa eins og kostur var.

laugardaginn 7. mars var tilkynnt til lögreglu að vélbáturinn Hrönn ÍS væri sokkinn í höfninni á Ísafirð og jafnframt að vélbáturinn Jón forsesti  væri einnig við að sökkva, en sá bátur var bundinn utan á Hrönn ÍS.  kallaðir voru til hafnarstarfsmenn og bátaflokkur Björgunarfélags ísafjarðar til aðstoðar og var skorðið að festar Jóns forseta og þannig komið í veg fyrir að hann sykki einnig, var báturinn færður annað í höfninni.  Ekki er viðtað um orsakir þess að Hrönn sökk og verður unnið við að koma bátnum á flot eftir helgi á mánudag.

það má því segja að s.l. vika hafi verið talsvert erilsöm hjá lögreglu og má það að mestu rekja til veðurfars og erfiðleika tengdum því.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Síldarverksmiðjan Eyri í Ingólfsfirði.Mynd Jóhann.
  • Reykjaneshyrna 10-03-2008.
  • Platan steypt.01-10-08.
  • Gunnar Njálson á Kálfatindi.
  • Tekið á móti plötum á þaki 11-11-08.
  • Járnið komið á að NV verðu,03-12-2008.
Vefumsjón