Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. apríl 2012 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 2.til 9.apríl.

Nokkur erill var hjá lögreglunni á Vestfjörðum í liðinni viku.
Nokkur erill var hjá lögreglunni á Vestfjörðum í liðinni viku.

Nokkur erill var hjá lögreglunni á Vestfjörðum í tengslum við hátíðan Aldrei fór ég suður um liðna helgi. Margir gestir komu á hátíðina og einnig komu margir á skíði. Umferðin vestur gekk vel og án óhappa, þó var bensínfóturinn nokkuð þungur hjá sumum og voru 31 ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, bæði á leið suður og vestur. Akstursskilyrði í gær annan í páskum voru mjög slæm og færð ekki góð og urðu 5 umferðaróhöpp á Djúpvegi,talsverðar skemmdir urðu á ökutækum, en ekki slys á fólki. Margir sem á ferðinni voru, voru illa búnir til aksturs í vetrarfærð, búnir að skipta yfir á sumardekkin,þurfti því að aðstoða marga vegfarendur á leiðinni um Ísafjarðardjúp, Steinarímsfjarðarheiði og um Þröskulda, kallaðar voru út björgunarsveitir frá Hólmavík og Reykhólum til aðstoðar ásamt lögreglu.Um helgina komu upp 6 fíkniefnamál þar af tengdust 3 hátíðinni Aldrei fór ég suður. Um lítið magn fíkniefna var að ræða í þessum málum. Lögreglan á Vestfjörðum fékk til rannsóknar meint kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað í heimahúsi aðfaranótt 8. apríl sl. Einn aðili var handtekinn að morgni þessa dags. Hann hefur verið yfirheyrður vegna málsins. Málið er til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Vestfjörðum. Lögreglan hafði afskipti fólki sem gisti í nokkrum sumarhúsum í Tunguskógi um helgina, en eins og kunnugt er,er bönnuð næturdvöl í húsunum fram að 15. apríl. Skýrsla um málið verður send viðkomandi bæjarfélagi.

Athugasemdir

Atburðir

« 2021 »
« Júní »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Hilmar Hjartarson pípari við vinnu í aðalbaðherbergi.02-05-2009.
  • Ísrek í Ávíkinni
  • Fullfrágengið í kringum glugga,SA hlið.18-12-2008.
  • Gjögurviti-byggður 1921 hæð 24 m.-2001.
Vefumsjón